Innlent

Fok á Siglufirði

Jakob Bjarnar skrifar
Frá Siglufirði. Þar fýkur nú þak af gömlu húsi.
Frá Siglufirði. Þar fýkur nú þak af gömlu húsi. Vilhelm
Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði var kölluð út um klukkan hálf átta í morgun vegna foks.

Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Landsbjörg: Um er að ræða þak á húsi á Hverfisgötu en hluti þess er alveg fokinn af og lokar götunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Siglufirði er veður ekki mjög slæmt þótt það gangi yfir með vindhviðum.

Húsið sem um ræðir er gamalt og í niðurníðslu og býr enginn í því. Björgunarsveitin er nú að tryggja að ekki fjúki meira af húsinu og væntanlega munu bæjarstarfsmenn fjarlægja brakið sem þegar hefur fokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×