Hannar nútímalegt tréhús fyrir Dr. Dre Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. október 2013 07:00 Gulla Jonsdottir „Ég er að hanna nýja húsið hans Dr. Dre í Hollywood-hæðum en þaðan er útsýni yfir alla borgina. Þetta er mjög skemmtilegt – eitt af mínum uppáhaldsverkefnum um þessar mundir,“ segir Gulla Jónsdóttir, arkitekt, en hún rekur eigið fyrirtæki í Los Angeles þar sem hún hefur búið í yfir tuttugu ár. „Húsið er að mestu byggt úr viði og verður eins og skúlptúr og teygir sig inn og í gegnum allt húsið. Ég kalla þetta nútímalegt tréhús,“ segir Gulla, létt í bragði.Inngangurinn í tréhúsiðGulla hefur síðastliðin ár sérhæft sig í hótelhönnun, og hefur það enn að aðalstarfi. „Núna er ég að hanna fyrir Thompson-hótelkeðjuna í Los Angeles og Marriott-keðjuna í Japan. Ég er líka að klára veitingastað fyrir Mondrian-hótelið á Bahamaeyjum og nýbúin að skila af mér verkefni fyrir W-hótelið í New York. Svo er ég listrænn stjórnandi fyrir hótel í Macao í Kína. Ég er líka í óðaönn að hanna hótel og heilsulind í eyðimörkinni hér í Kaliforníu. Það er skemmtilegt að því leyti að það er ekki ósvipað því að hanna á Íslandi, því landsvæðið situr á San Andreas-jarðskjálftalínunni, þar sem hrein heilsuvötn flæða allt um kring – dálítið svipað okkar stórbrotna umhverfi á Íslandi,“ segir Gulla, sem settist að í Los Angeles til að læra arkitektúr fyrir rúmlega tuttugu árum. Hún stundaði nám við Sci-Arc-skólann, sem var valinn besti arkitektaskóli í heimi í fyrra. „Eftir námið fékk ég vinnu hjá Richard Meier sem hjálpaði mér síðar að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og ég stofnaði stofuna mína. Hér hef ég verið síðan,“ segir hún glaðbeitt.Húsið séð úr garðinumAðspurð segir Gulla ekkert verkefni of lítið fyrir sig. „Ég á mjög erfitt með að segja nei, því ég held að ég sé alin upp við að vera afskaplega kurteis,“ segir hún. „Mér finnst ég ennþá vera rétt að byrja minn feril, því það er svo margt spennandi framundan á draumastöðum út um allan heim. Bygging eftir mig á Íslandi er ennþá á markmiðalistanum!“ segir Gulla að lokum. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Ég er að hanna nýja húsið hans Dr. Dre í Hollywood-hæðum en þaðan er útsýni yfir alla borgina. Þetta er mjög skemmtilegt – eitt af mínum uppáhaldsverkefnum um þessar mundir,“ segir Gulla Jónsdóttir, arkitekt, en hún rekur eigið fyrirtæki í Los Angeles þar sem hún hefur búið í yfir tuttugu ár. „Húsið er að mestu byggt úr viði og verður eins og skúlptúr og teygir sig inn og í gegnum allt húsið. Ég kalla þetta nútímalegt tréhús,“ segir Gulla, létt í bragði.Inngangurinn í tréhúsiðGulla hefur síðastliðin ár sérhæft sig í hótelhönnun, og hefur það enn að aðalstarfi. „Núna er ég að hanna fyrir Thompson-hótelkeðjuna í Los Angeles og Marriott-keðjuna í Japan. Ég er líka að klára veitingastað fyrir Mondrian-hótelið á Bahamaeyjum og nýbúin að skila af mér verkefni fyrir W-hótelið í New York. Svo er ég listrænn stjórnandi fyrir hótel í Macao í Kína. Ég er líka í óðaönn að hanna hótel og heilsulind í eyðimörkinni hér í Kaliforníu. Það er skemmtilegt að því leyti að það er ekki ósvipað því að hanna á Íslandi, því landsvæðið situr á San Andreas-jarðskjálftalínunni, þar sem hrein heilsuvötn flæða allt um kring – dálítið svipað okkar stórbrotna umhverfi á Íslandi,“ segir Gulla, sem settist að í Los Angeles til að læra arkitektúr fyrir rúmlega tuttugu árum. Hún stundaði nám við Sci-Arc-skólann, sem var valinn besti arkitektaskóli í heimi í fyrra. „Eftir námið fékk ég vinnu hjá Richard Meier sem hjálpaði mér síðar að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og ég stofnaði stofuna mína. Hér hef ég verið síðan,“ segir hún glaðbeitt.Húsið séð úr garðinumAðspurð segir Gulla ekkert verkefni of lítið fyrir sig. „Ég á mjög erfitt með að segja nei, því ég held að ég sé alin upp við að vera afskaplega kurteis,“ segir hún. „Mér finnst ég ennþá vera rétt að byrja minn feril, því það er svo margt spennandi framundan á draumastöðum út um allan heim. Bygging eftir mig á Íslandi er ennþá á markmiðalistanum!“ segir Gulla að lokum.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp