Vantar öfgarnar Jónas Sen skrifar 3. desember 2013 12:00 Jón Leifs Tónlist: Jón Leifs: Eilífð. Strengjakvartettar Smekkleysa Jón Leifs var öfgamaður í tónlist sinni. Mögnuðustu verkin hans eru þau sem hann samdi fyrir stóra hljómsveit, stundum með blönduðum kór. Þannig tónsmíðar eru Hekla og Geysir, Sögusinfónían, Dettifoss og Hafís, svo ég nefni einhver dæmi. Tónmálið er hrjóstrugt og dulúðugt, jafnvel brjálæðislegt; náttúrukraftarnir eru óbeislaðir. Þessi heillandi forneskja skilar sér ekki almennilega í kammerverkum Jóns, þrátt fyrir að innan um séu fallegir kaflar. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski með þremur strengjakvartettum. Strengjakvartett er í eðli sínu fínleg hljóðfærasamsetning. Hér er tónlistin innhverf, en ofsinn, sem er svo undarlega sjarmerandi, nær ekki í gegn. Fyrir bragðið verður tónlistin langdregin, jafnvel leiðinleg. Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leika á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Stundum er fyrsta fiðlan örlítið hjáróma, sem er dálítið vandræðalegt. En í það heila er túlkunin einlæg, spilamennskan ágætlega samstillt. Verst að það dugir ekki til að gera tónlistina meira en „áhugaverða“.Niðurstaða: Ekki tekst almennilega að lappa upp á langdregna strengjakvartetta Jóns Leifs. Gagnrýni Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Segir sögur með timbri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist: Jón Leifs: Eilífð. Strengjakvartettar Smekkleysa Jón Leifs var öfgamaður í tónlist sinni. Mögnuðustu verkin hans eru þau sem hann samdi fyrir stóra hljómsveit, stundum með blönduðum kór. Þannig tónsmíðar eru Hekla og Geysir, Sögusinfónían, Dettifoss og Hafís, svo ég nefni einhver dæmi. Tónmálið er hrjóstrugt og dulúðugt, jafnvel brjálæðislegt; náttúrukraftarnir eru óbeislaðir. Þessi heillandi forneskja skilar sér ekki almennilega í kammerverkum Jóns, þrátt fyrir að innan um séu fallegir kaflar. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski með þremur strengjakvartettum. Strengjakvartett er í eðli sínu fínleg hljóðfærasamsetning. Hér er tónlistin innhverf, en ofsinn, sem er svo undarlega sjarmerandi, nær ekki í gegn. Fyrir bragðið verður tónlistin langdregin, jafnvel leiðinleg. Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leika á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Stundum er fyrsta fiðlan örlítið hjáróma, sem er dálítið vandræðalegt. En í það heila er túlkunin einlæg, spilamennskan ágætlega samstillt. Verst að það dugir ekki til að gera tónlistina meira en „áhugaverða“.Niðurstaða: Ekki tekst almennilega að lappa upp á langdregna strengjakvartetta Jóns Leifs.
Gagnrýni Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Segir sögur með timbri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira