Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 13:00 Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til hlutabréfakaupa í Glitnis að áeggjan kollega sinna, Jóhannesar Baldurssonar og Elmars Svavarssonar, eftir að honum hafði mistekist að fá viðskiptavini einkabankaþjónustu bankans, þar sem hann var yfirmaður, til að kaupa bréfin sem í boði voru. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum sem sérstakur saksóknari hefur gefið út. Þremenningarnir hafa nú allir verið ákærðir fyrir umboðssvik við lánveitinguna ásamt Magnúsi Arnari Arngrímssyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Í ákæruskjalinu er rót fléttunnar í BK-málinu rakin til þess að í byrjun nóvember 2007 þurfti bankinn að gera upp framvirkan samning um hlutabréf við fjárfestingafélagið Gnúp. Glitnir þurfti að kaupa aftur 150 milljón hluti í sjálfum sér af Gnúpi og til að bankinn ætti ekki of stóran hlut í sjálfum sér þurfti hann á móti að tæma annað eins af bréfum úr GLB Hedge, sjóði sem hélt utan um varnir bankans vegna framvirkra samninga af þessu tagi, og koma þeim í verð. „Ákærðu Elmar og Jóhannes óskuðu eftir því að ákærði Birkir kannaði hvort viðskiptavinir einkabankaþjónustunnar hefðu áhuga á að kaupa allt að 150.000.000 hluti í bankanum án áhættu. Þegar ekki reyndist áhugi fyrir hendi hjá viðskiptavinum einkabankaþjónustunnar voru Birki, fyrir hönd BK-44, boðin bréfin til kaups með sömu skilmálum og féllst hann á að kaupa þau.“ Sérstaklega er tiltekið í ákærunni að Birkir hafi, í gegnum dótturfélag BK-44, átt 28 prósenta hlut í Gnúpi.Hagsmunir bankans virtir að vettugi Á þessum tímapunkti kom Magnús Arnar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, til skjalanna, að því er segir í ákæru. Hann hafi sent tölvupóst á valda starfsmenn bankans þar sem hann staðhæfði að hann hefði fengið samþykki fyrir lánveitingunni, og hún hafi síðan gengið í gegn. Þetta segir sérstakur saksóknari að Magnús Arnar hafi gert í algjöru heimildarleysi. „Ekki verður séð að meðferð eða ákvörðun um lánveitinguna hafi verið byggð á lánabeiðni frá viðskiptastjóra eða lánastjóra í bankanum. Öll meðferð lánamálsins gekk í berhögg við lánareglur Glitnis og hagsmunir bankans voru virtir að vettugi.“ Og æðstu yfirmenn bankans segjast ekki hafa verið hafðir með í ráðum: „Lárus Welding, bankastjóri, og Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, sem voru yfirmenn ákærða Magnúsar Arnar, kannast ekki við að hafa samþykkt lánveitinguna en Lárus var á umræddum tíma formaður áhættunefndar bankans,“ segir í ákærunni. Lárus og Guðmundur voru sem kunnugt er báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, í desemberlok fyrir umboðssvik með tíu milljarða lánveitingu til Milestone. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til hlutabréfakaupa í Glitnis að áeggjan kollega sinna, Jóhannesar Baldurssonar og Elmars Svavarssonar, eftir að honum hafði mistekist að fá viðskiptavini einkabankaþjónustu bankans, þar sem hann var yfirmaður, til að kaupa bréfin sem í boði voru. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum sem sérstakur saksóknari hefur gefið út. Þremenningarnir hafa nú allir verið ákærðir fyrir umboðssvik við lánveitinguna ásamt Magnúsi Arnari Arngrímssyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Í ákæruskjalinu er rót fléttunnar í BK-málinu rakin til þess að í byrjun nóvember 2007 þurfti bankinn að gera upp framvirkan samning um hlutabréf við fjárfestingafélagið Gnúp. Glitnir þurfti að kaupa aftur 150 milljón hluti í sjálfum sér af Gnúpi og til að bankinn ætti ekki of stóran hlut í sjálfum sér þurfti hann á móti að tæma annað eins af bréfum úr GLB Hedge, sjóði sem hélt utan um varnir bankans vegna framvirkra samninga af þessu tagi, og koma þeim í verð. „Ákærðu Elmar og Jóhannes óskuðu eftir því að ákærði Birkir kannaði hvort viðskiptavinir einkabankaþjónustunnar hefðu áhuga á að kaupa allt að 150.000.000 hluti í bankanum án áhættu. Þegar ekki reyndist áhugi fyrir hendi hjá viðskiptavinum einkabankaþjónustunnar voru Birki, fyrir hönd BK-44, boðin bréfin til kaups með sömu skilmálum og féllst hann á að kaupa þau.“ Sérstaklega er tiltekið í ákærunni að Birkir hafi, í gegnum dótturfélag BK-44, átt 28 prósenta hlut í Gnúpi.Hagsmunir bankans virtir að vettugi Á þessum tímapunkti kom Magnús Arnar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, til skjalanna, að því er segir í ákæru. Hann hafi sent tölvupóst á valda starfsmenn bankans þar sem hann staðhæfði að hann hefði fengið samþykki fyrir lánveitingunni, og hún hafi síðan gengið í gegn. Þetta segir sérstakur saksóknari að Magnús Arnar hafi gert í algjöru heimildarleysi. „Ekki verður séð að meðferð eða ákvörðun um lánveitinguna hafi verið byggð á lánabeiðni frá viðskiptastjóra eða lánastjóra í bankanum. Öll meðferð lánamálsins gekk í berhögg við lánareglur Glitnis og hagsmunir bankans voru virtir að vettugi.“ Og æðstu yfirmenn bankans segjast ekki hafa verið hafðir með í ráðum: „Lárus Welding, bankastjóri, og Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, sem voru yfirmenn ákærða Magnúsar Arnar, kannast ekki við að hafa samþykkt lánveitinguna en Lárus var á umræddum tíma formaður áhættunefndar bankans,“ segir í ákærunni. Lárus og Guðmundur voru sem kunnugt er báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, í desemberlok fyrir umboðssvik með tíu milljarða lánveitingu til Milestone.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira