Lífeyrissjóðir í skotlínu Samkeppniseftirlitsins Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. nóvember 2013 07:00 Páll Gunnar Pálsson á fundi. Viðskiptaráð, SA, ASÍ og Landssamtök lífeyrissjóða standa í dag fyrir fundi um stöðu lífeyrirssjóða í atvinnulífinu, hluthafastefnu þeirra og mikilvægi góðra stjórnarhátta og virkrar samkeppni. Fréttablaðið/Anton Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu beint sjónum sínum að eignarhaldi lífeyrissjóða á atvinnufyrirtækjum, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf sem fram fer í dag segist Páll Gunnar munu leggja fram sjónarmið eftirlitsins um hvað beri að varast og segist vonast eftir gagnlegri umræðu. Að fundinum standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Landssamtök lífeyrissjóða. Páll Gunnar bendir á að í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, „Er týndi áratugurinn framundan,“ sé vakin athygli á því að hér sé að myndast óskýrt eignarhald á fyrirtækjum. „Við vísum til þess að þótt bankarnir hafi minnkað hlut sinn fyrirtækjum, eru þeir enn með mikil ítök. Samhliða hefur eignarhlutur lífeyrisjsjóða aukist,“ segir hann. Þótt þátttaka lífeyrissjóða sé í sjálfu sér ekki óeðlileg liggi vandinn í gríðarlegu vægi þeirra í núverandi og fyrirsjáanlegu eignarhaldi á fyrirtækjum. „Í mörgum tilvikum munu nokkrir lífeyrissjóðir fara samanlagt með meirihluta hlutafjár í mikilvægum samkeppnisfyrirtækjum.“ Ekki liggi í eðli lífeyrissjóða að reka fyrirtæki og því sé eignarhald þeirra almennt áhrifalítið og eigendaaðhald óskýrt. Staðan verði svo enn óskýrari þegar horft sé til þess að hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna sé í gegnum sjóði með aðkomu viðskiptabanka, sem oft á tíðum eigi einnig sjálfir hlut í viðkomandi fyrirtæki og hafi þar að auki margs konar hagsmuni af rekstri þess. „Afleiðingin af öllu þessu getur orðið sú að eignarhald mikilvægra atvinnufyrirtækja verði ógagnsætt, meðal annars að því leyti að það verður ekki ljóst hvort og þá hver fer með ferðina eða hvernig eigendaaðhaldi er beitt,“ segir Páll Gunnar. „Þetta skapar hættu á því að atvinnufyrirtæki njóti ekki eigenda sem drífa áfram heilbrigðan rekstur og gera viðkomandi fyrirtæki að virkum keppinaut á markaði.“ Allt geti þetta dregið úr samkeppni og þar með framleiðni í íslensku hagkerfi. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni í dag er Peter Lundkvist, yfirmaður stjórnarhátta hjá AP3 lífeyrissjóðnum. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa samtök viðskipta og atvinnulífs áhuga á því að lífeyrissjóðir setji sér reglur um stjórnarhætti og gagnsæi svipaðar og séu í Svíþjóð og hjá Norska olíusjóðnum. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu beint sjónum sínum að eignarhaldi lífeyrissjóða á atvinnufyrirtækjum, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf sem fram fer í dag segist Páll Gunnar munu leggja fram sjónarmið eftirlitsins um hvað beri að varast og segist vonast eftir gagnlegri umræðu. Að fundinum standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Landssamtök lífeyrissjóða. Páll Gunnar bendir á að í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, „Er týndi áratugurinn framundan,“ sé vakin athygli á því að hér sé að myndast óskýrt eignarhald á fyrirtækjum. „Við vísum til þess að þótt bankarnir hafi minnkað hlut sinn fyrirtækjum, eru þeir enn með mikil ítök. Samhliða hefur eignarhlutur lífeyrisjsjóða aukist,“ segir hann. Þótt þátttaka lífeyrissjóða sé í sjálfu sér ekki óeðlileg liggi vandinn í gríðarlegu vægi þeirra í núverandi og fyrirsjáanlegu eignarhaldi á fyrirtækjum. „Í mörgum tilvikum munu nokkrir lífeyrissjóðir fara samanlagt með meirihluta hlutafjár í mikilvægum samkeppnisfyrirtækjum.“ Ekki liggi í eðli lífeyrissjóða að reka fyrirtæki og því sé eignarhald þeirra almennt áhrifalítið og eigendaaðhald óskýrt. Staðan verði svo enn óskýrari þegar horft sé til þess að hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna sé í gegnum sjóði með aðkomu viðskiptabanka, sem oft á tíðum eigi einnig sjálfir hlut í viðkomandi fyrirtæki og hafi þar að auki margs konar hagsmuni af rekstri þess. „Afleiðingin af öllu þessu getur orðið sú að eignarhald mikilvægra atvinnufyrirtækja verði ógagnsætt, meðal annars að því leyti að það verður ekki ljóst hvort og þá hver fer með ferðina eða hvernig eigendaaðhaldi er beitt,“ segir Páll Gunnar. „Þetta skapar hættu á því að atvinnufyrirtæki njóti ekki eigenda sem drífa áfram heilbrigðan rekstur og gera viðkomandi fyrirtæki að virkum keppinaut á markaði.“ Allt geti þetta dregið úr samkeppni og þar með framleiðni í íslensku hagkerfi. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni í dag er Peter Lundkvist, yfirmaður stjórnarhátta hjá AP3 lífeyrissjóðnum. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa samtök viðskipta og atvinnulífs áhuga á því að lífeyrissjóðir setji sér reglur um stjórnarhætti og gagnsæi svipaðar og séu í Svíþjóð og hjá Norska olíusjóðnum.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira