Lífeyrissjóðir í skotlínu Samkeppniseftirlitsins Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. nóvember 2013 07:00 Páll Gunnar Pálsson á fundi. Viðskiptaráð, SA, ASÍ og Landssamtök lífeyrissjóða standa í dag fyrir fundi um stöðu lífeyrirssjóða í atvinnulífinu, hluthafastefnu þeirra og mikilvægi góðra stjórnarhátta og virkrar samkeppni. Fréttablaðið/Anton Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu beint sjónum sínum að eignarhaldi lífeyrissjóða á atvinnufyrirtækjum, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf sem fram fer í dag segist Páll Gunnar munu leggja fram sjónarmið eftirlitsins um hvað beri að varast og segist vonast eftir gagnlegri umræðu. Að fundinum standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Landssamtök lífeyrissjóða. Páll Gunnar bendir á að í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, „Er týndi áratugurinn framundan,“ sé vakin athygli á því að hér sé að myndast óskýrt eignarhald á fyrirtækjum. „Við vísum til þess að þótt bankarnir hafi minnkað hlut sinn fyrirtækjum, eru þeir enn með mikil ítök. Samhliða hefur eignarhlutur lífeyrisjsjóða aukist,“ segir hann. Þótt þátttaka lífeyrissjóða sé í sjálfu sér ekki óeðlileg liggi vandinn í gríðarlegu vægi þeirra í núverandi og fyrirsjáanlegu eignarhaldi á fyrirtækjum. „Í mörgum tilvikum munu nokkrir lífeyrissjóðir fara samanlagt með meirihluta hlutafjár í mikilvægum samkeppnisfyrirtækjum.“ Ekki liggi í eðli lífeyrissjóða að reka fyrirtæki og því sé eignarhald þeirra almennt áhrifalítið og eigendaaðhald óskýrt. Staðan verði svo enn óskýrari þegar horft sé til þess að hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna sé í gegnum sjóði með aðkomu viðskiptabanka, sem oft á tíðum eigi einnig sjálfir hlut í viðkomandi fyrirtæki og hafi þar að auki margs konar hagsmuni af rekstri þess. „Afleiðingin af öllu þessu getur orðið sú að eignarhald mikilvægra atvinnufyrirtækja verði ógagnsætt, meðal annars að því leyti að það verður ekki ljóst hvort og þá hver fer með ferðina eða hvernig eigendaaðhaldi er beitt,“ segir Páll Gunnar. „Þetta skapar hættu á því að atvinnufyrirtæki njóti ekki eigenda sem drífa áfram heilbrigðan rekstur og gera viðkomandi fyrirtæki að virkum keppinaut á markaði.“ Allt geti þetta dregið úr samkeppni og þar með framleiðni í íslensku hagkerfi. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni í dag er Peter Lundkvist, yfirmaður stjórnarhátta hjá AP3 lífeyrissjóðnum. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa samtök viðskipta og atvinnulífs áhuga á því að lífeyrissjóðir setji sér reglur um stjórnarhætti og gagnsæi svipaðar og séu í Svíþjóð og hjá Norska olíusjóðnum. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu beint sjónum sínum að eignarhaldi lífeyrissjóða á atvinnufyrirtækjum, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf sem fram fer í dag segist Páll Gunnar munu leggja fram sjónarmið eftirlitsins um hvað beri að varast og segist vonast eftir gagnlegri umræðu. Að fundinum standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Landssamtök lífeyrissjóða. Páll Gunnar bendir á að í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, „Er týndi áratugurinn framundan,“ sé vakin athygli á því að hér sé að myndast óskýrt eignarhald á fyrirtækjum. „Við vísum til þess að þótt bankarnir hafi minnkað hlut sinn fyrirtækjum, eru þeir enn með mikil ítök. Samhliða hefur eignarhlutur lífeyrisjsjóða aukist,“ segir hann. Þótt þátttaka lífeyrissjóða sé í sjálfu sér ekki óeðlileg liggi vandinn í gríðarlegu vægi þeirra í núverandi og fyrirsjáanlegu eignarhaldi á fyrirtækjum. „Í mörgum tilvikum munu nokkrir lífeyrissjóðir fara samanlagt með meirihluta hlutafjár í mikilvægum samkeppnisfyrirtækjum.“ Ekki liggi í eðli lífeyrissjóða að reka fyrirtæki og því sé eignarhald þeirra almennt áhrifalítið og eigendaaðhald óskýrt. Staðan verði svo enn óskýrari þegar horft sé til þess að hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna sé í gegnum sjóði með aðkomu viðskiptabanka, sem oft á tíðum eigi einnig sjálfir hlut í viðkomandi fyrirtæki og hafi þar að auki margs konar hagsmuni af rekstri þess. „Afleiðingin af öllu þessu getur orðið sú að eignarhald mikilvægra atvinnufyrirtækja verði ógagnsætt, meðal annars að því leyti að það verður ekki ljóst hvort og þá hver fer með ferðina eða hvernig eigendaaðhaldi er beitt,“ segir Páll Gunnar. „Þetta skapar hættu á því að atvinnufyrirtæki njóti ekki eigenda sem drífa áfram heilbrigðan rekstur og gera viðkomandi fyrirtæki að virkum keppinaut á markaði.“ Allt geti þetta dregið úr samkeppni og þar með framleiðni í íslensku hagkerfi. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni í dag er Peter Lundkvist, yfirmaður stjórnarhátta hjá AP3 lífeyrissjóðnum. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa samtök viðskipta og atvinnulífs áhuga á því að lífeyrissjóðir setji sér reglur um stjórnarhætti og gagnsæi svipaðar og séu í Svíþjóð og hjá Norska olíusjóðnum.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira