NBA í nótt: Sextándi sigur Indiana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2013 09:02 Indiana Pacers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann í nótt sinn sextánda sigur í fyrstu sautján leikjum sínum á tímabilinu. Indiana vann LA Clippers, 105-100, þar sem Paul George fór mikinn en hann var alls með 27 stig og tólf fráköst. David West skoraði 24 stig, þar af fjórtán í þriðja leikhluta. Jamal Crawford var með 20 stig fyrir Clippers og Chris Paul sautján. Blake Griffin var með sextán stig og tólf fráköst. Þetta var fyrsti leikur Clippers eftir að liðið fékk þær fregnir að JJ Redick verður frá næstu 6-8 vikurnar þar sem hann er með brotið bein og rifið liðband í skothöndinni sinni. Miami vann Charlotte, 99-98. Chris Bosh skoraði þrettán stig í röð fyrir Miami á lokamínútum leiksins, þar af þrjár þriggja stiga körfur. Þetta var tíundi sigur Miami í röð en Bosh kom Miami tveimur stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. LeBron James skoraði 26 stig og Bosh alls 22 stig. Oklahoma City vann Minnesota, 113-103. Kevin Durant var með sína fyrstu þreföldu tvennu á tímabilinu en hann var með 32 stig, tíu fráköst og tólf stoðsendingar. Oklahoma City hefur nú unnið sjö leiki í röð, er í efsta sæti Vesturdeildarinnar og hefur unnið alla níu heimaleiki sína þetta tímabilið. Þetta er lengsta sigurganga félagsins síðan 2004 en þá hét það Seattle Supersonics. Golden State vann Sacramento, 115-113. Stephen Curry skoraði 36 stig fyrir Golden State, þar af tólf í fjórða leikhluta. Hann var með tíu stoðsendingar þar að auki. Detroit vann Philadelphia, 115-100. Þar átti Andre Drummond stórleik en hann var með 31 stig, nítján fráköst og sex stolna bolta. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem nær álíka framlagi síðan að Hakeem Olajuwon árið 1990.Úrslit næturinnar: Toronto - Denver 98-112 LA Clippers - Indiana 100-105 Detroit - Philadelphia 115-100 Sacramento - Golden State 113-115 Miami - Charlotte 99-98 Oklahoma City - Minnesota 113-103 New York Knicks - New Orleans 99-103 LA Lakers - Portland 108-114 NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Indiana Pacers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann í nótt sinn sextánda sigur í fyrstu sautján leikjum sínum á tímabilinu. Indiana vann LA Clippers, 105-100, þar sem Paul George fór mikinn en hann var alls með 27 stig og tólf fráköst. David West skoraði 24 stig, þar af fjórtán í þriðja leikhluta. Jamal Crawford var með 20 stig fyrir Clippers og Chris Paul sautján. Blake Griffin var með sextán stig og tólf fráköst. Þetta var fyrsti leikur Clippers eftir að liðið fékk þær fregnir að JJ Redick verður frá næstu 6-8 vikurnar þar sem hann er með brotið bein og rifið liðband í skothöndinni sinni. Miami vann Charlotte, 99-98. Chris Bosh skoraði þrettán stig í röð fyrir Miami á lokamínútum leiksins, þar af þrjár þriggja stiga körfur. Þetta var tíundi sigur Miami í röð en Bosh kom Miami tveimur stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. LeBron James skoraði 26 stig og Bosh alls 22 stig. Oklahoma City vann Minnesota, 113-103. Kevin Durant var með sína fyrstu þreföldu tvennu á tímabilinu en hann var með 32 stig, tíu fráköst og tólf stoðsendingar. Oklahoma City hefur nú unnið sjö leiki í röð, er í efsta sæti Vesturdeildarinnar og hefur unnið alla níu heimaleiki sína þetta tímabilið. Þetta er lengsta sigurganga félagsins síðan 2004 en þá hét það Seattle Supersonics. Golden State vann Sacramento, 115-113. Stephen Curry skoraði 36 stig fyrir Golden State, þar af tólf í fjórða leikhluta. Hann var með tíu stoðsendingar þar að auki. Detroit vann Philadelphia, 115-100. Þar átti Andre Drummond stórleik en hann var með 31 stig, nítján fráköst og sex stolna bolta. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem nær álíka framlagi síðan að Hakeem Olajuwon árið 1990.Úrslit næturinnar: Toronto - Denver 98-112 LA Clippers - Indiana 100-105 Detroit - Philadelphia 115-100 Sacramento - Golden State 113-115 Miami - Charlotte 99-98 Oklahoma City - Minnesota 113-103 New York Knicks - New Orleans 99-103 LA Lakers - Portland 108-114
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira