Vinnan er stór hluti af sjálfsmyndinni Marín Manda skrifar 18. október 2013 10:30 Kamilla Ingibergsdóttir er kynningarstjóri Iceland Airwaves. Hún lifir og hrærist í tónlistarheiminum allan ársins hring og hefur tekið mikinn þátt í gríðarlegum vexti hátíðarinnar undanfarin ár. Lífið ræddi við Kamillu um starfið, Airwaves-hátíðina sem er fram undan og hve mikilvægt það er að gleyma ekki að næra líkama og sál í erilsömu lífi. Kamilla Ingibergsdóttir kynningarstjóri Airwaves-tónlistarhátíðarinnar.fréttablaðið/valliKamilla Ingibergsdóttir ólst upp í Keflavík ásamt foreldrum og bróður en hún kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Á unglingsárunum segist hún hafa áttað sig á því að hugurinn hneigðist í átt að tónlistinni og vissi þá að hún myndi starfa við eitthvað tengt tónlist. Eftir BA-próf í mannfræði og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands fór hún í nám til Danmerkur sem átti eftir að leiða hana inn í hringiðu tónlistarlífs á Íslandi. Í dag starfar hún við að kynna tónlistarhátíðina Iceland Airwaves allan ársins hring út um allan heim. Þú ert menntuð sem Kaospilot frá Danmörku. Geturðu útskýrt nánar hvað það er?„Kaospilot er lítill einkaskóli í Árósum þar sem kennd er skapandi verkefnastjórnun og verkefnahönnun. Þetta er þriggja ára nám á BA-stigi þar sem mikil áhersla er lögð á að nemendur geri hlutina sjálfir. Manni er hent út í djúpu laugina og látinn vinna verkefni fyrir raunverulega kúnna. Nemendur eru á sífelldu ferðalagi á meðan á náminu stendur og gera verkefni út um allan heim. Ég gerði meðal annars verkefni í Kanada, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi og hér heima. Ég byrjaði einmitt hjá Iceland Airwaves sem starfsnemi á meðan ég var í Kaospilot og var auk þess starfsnemi hjá SXSW-hátíðinni í Austin í Texas. Starfsnámið opnaði mér margar dyr og ég gat bætt tengslanetið mitt sem var ómetanlegt.“ Nú ertu kynningarstjóri Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Í hverju felst starfið? „Starf mitt felst í því að kynna Iceland Airwaves utanlands sem innan allan ársins hring, sjá um blaðamenn sem koma á hátíðina, útlit hátíðarinnar, heimasíðu, samfélagsmiðla og öll kynningartól hátíðarinnar. Við erum þrjú sem erum fastir starfsmenn hátíðarinnar; ég, Grímur Atlason framkvæmdastjóri og Egill Tómasson sem sér um alla sviðsetningu. Þetta er þriðja hátíðin sem við vinnum að þrjú saman og við erum orðin eins og vel smurð vél og vinnum vel saman á allan hátt. Ég er búin að læra mjög mikið af þeim báðum og við klárum nánast setningar hvert hjá öðru.“Hvenær byrjaði Airwaves-hátíðin á Íslandi og hver var tilgangur hátíðarinnar? „Hátíðin er nú haldin í fimmtánda skiptið og hefur vaxið og dafnað undanfarin ár. Hún var fyrst haldin á einu kvöldi í flugskýli 4 við Reykjavíkurflugvöll árið 1999 en er í dag fimm daga hátíð sem fer fram á 13 tónleikastöðum í miðborginni. Tilgangurinn var fyrst sá að laða ferðamenn til Reykjavíkur utan háannatíma. Í dag hefur Iceland Airwaves þrjú markmið en þau eru að kynna Reykjavík sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn, að kynna íslenska tónlist fyrir umheiminum og að halda heimsklassa tónlistarhátíð í Reykjavík.“ Kamilla sem barn.Í ár fer hátíðin fram 30. október til 3. nóvember. Hvað er búist við að margir miðar seljist? „Það er búist við um 8.000 gestum, þar af um 4.500 erlendum. Í fyrra gerðist það í fyrsta skipti að erlendir gestir voru fleiri en íslenskir og undirstrikar það enn frekar vinsældir hátíðarinnar á erlendri grundu. Miðar seljast líka upp löngu fyrir hátíð en síðustu miðar seldust í byrjun september í ár.“ Hvaða erlendu tónlistarmenn spila í ár? „Alls munu 217 listamenn koma fram, þar af 61 frá útlöndum. Kraftwerk, Emilíana Torrini, Yo La Tengo, Múm, Midlake, Omar Souleyman, Ásgeir, John Grant, AlunaGeorge, Fucked Up, Gold Panda, Sóley, Retro Stefson, Jon Hopkins, FM Belfast og Jagwar Ma eru nokkur góð dæmi um þá fjöldamörgu frábæru listamenn sem koma fram í ár. Það frábæra við Iceland Airwaves er að í fimm daga á ári beinast augu tónlistarbransans algjörlega að Íslandi. Flottustu miðlarnir fjalla um hátíðina og tónlistarbransinn hlustar.“Svo er einnig boðið upp á utandagskrárprógramm (off-venue). Hverjir koma fram og hvar fer það fram í borginni? „Utandagskrárprógrammið er það stærsta til þessa. Það eru yfir 600 tónleikar á 48 tónleikastöðum og það besta er að það er öllum að kostnaðarlausu. Það er alveg óhætt að segja að fólk geti hlustað á lifandi tónlist allan sólarhringinn ef það vill meðan Iceland Airwaves stendur yfir en utandagskrártónleikarnir fara fram á kaffihúsum, börum, hótelum, í verslunum og meira að segja í eikarbát í smábátahöfninni við Hörpu. Þetta er góð leið til að virkja borgarbúa og gefa þeim sem ekki náðu að kaupa sér miða tækifæri til að upplifa stemmninguna sem myndast á Iceland Airwaves og er engri lík.“ Hvernig er þetta Airwaves-app? Verða allir Airwaves-aðdáendur að nýta sér það? „Já, appið er algjörlega ómissandi. Það hjálpar manni að henda reiður á þessum 900 tónleikum sem verða á Iceland Airwaves, bæði fyrir miðahafa og utan dagskrár. Þar er hægt að setja saman sína eigin dagskrá, lesa um hljómsveitirnar, hlusta á tóndæmi og horfa á myndbönd. Auk þess er hægt er að fylgjast með hvort biðraðir myndast fyrir utan staði og lesa gagnrýni um tónleika.“Afmælisbarn í New YorkHefur Airwaves ekki verið stökkpallur fyrir marga íslenska tónlistarmenn erlendis? „Ég myndi segja að Iceland Airwaves væri eitt mikilvægasta tól sem íslenskt tónlistarfólk hefur til að koma sér og tónlist sinni á framfæri. Eitt besta dæmi síðustu ára eru Of Monsters and Men en þau héldu sína fyrstu tónleika á Iceland Airwaves stuttu eftir að hafa unnið Músíktilraunir. KEXP-útvarpsstöðin í Seattle tók upp myndband með þeim sem í dag hefur fengið yfir sjö milljón áhorf á YouTube. Svo eru mörg dæmi um hljómsveitir sem hafa gert góða hluti á Iceland Airwaves, verið bókaðar á aðrar tónlistarhátíðir erlendis, hafið samstarf við tónleikabókara eða hreinlega verið boðið í tónleikaferðlög með erlendum sveitum. Hljómsveitinni Caterpillarmen var boðið í tónleikaferðalag með Tune-Yards í kjölfar tónleika þeirra á Iceland Airwaves 2011.“ Það hlýtur að vera gríðarleg vinna á bak við svona hátíð. Slekkur þú einhvern tíma á símanum og slakar á? „Það er frekar magnað að vinna að því allan ársins hring að skipuleggja viðburð sem stendur einungis fimm daga. Þetta er sannarlega mikil vinna og þegar hátíðin er yfirstaðin kemur tímabil í nokkrar vikur þar sem ekkert gerist og maður á erfitt með að venjast því að vera ekki að svara mörg hundruð tölvupóstum á dag og hugsa bara um og dreyma nánast Iceland Airwaves. Ég gef mér alltaf gott frí eftir hátíð og hef síðustu ár farið á hlýjar og framandi slóðir. Í ár er ég einmitt á leiðinni til Taílands í heilan mánuð.“Hittir stundum fræga í vinnunni. Þarna er hún með Pharrel Williams á góðri stundu.Kamilla upplifði mikið álag í fyrra vegna vinnunnar og í kjölfarið breytti hún algjörlega um lífsstíl. Taílandsferð sem átti að vera gott frí endaði illa þegar hún var lögð inn á spítala með næringu í æð. Hún hafði þá unnið sleitulaust í tvö ár í tveimur krefjandi störfum og segist hafa þurft að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að átta sig á því að hún var brunnin út í starfi. Læknar virtust ekki geta fundið neitt að henni þrátt fyrir lágan blóðsykur, flensueinkenni og síþreytu. „Ég var lengi vel í afneitun á því sem var að gerast. Vinnan er svo stór hluti af sjálfsmyndinni og ef þú getur ekki unnið, hvað ertu þá? En ég á sem betur fer frábæran yfirmann sem beinlínis sendi mig í veikindaleyfi og ég eyddi desember og janúar í að sofa, drekka te, lesa og komast af þessum yfirsnúningi sem ég hafði verið á of lengi. Það merkilega er líka að eftir að þetta gerðist er ég alltaf að heyra um fólk í svipuðum sporum. Það hryggir mig að hugsa til þess að við erum hreinlega að reyna að vinna yfir okkur til að komast út úr kreppu og gleymum að setja líkamlegt og andlegt heilbrigði í fyrsta sæti. Vinnu- og sköpunargleði drabbast niður þegar fólk er búið að vinna of mikið og ég er nokkuð viss um að þegar við endum ævina munum við ekki óska þess að hafa unnið meira, alla vega ekki ég.“ Hefur þú náð betri tökum á að rækta sjálfa þig í dag? „Já, ég stunda jóga fimm til sex sinnum í viku en ég finn að jóga róar mig og heldur mér á jörðinni. Ég stunda líka innhverfa íhugun en öll fjölskyldan mín gerir það líka og pabbi er til dæmis búinn að íhuga í yfir 40 ár. Við erum ein af þessum hippafjölskyldum sem íhuga meira að segja saman sem er frekar sætt, sko. Mér hefur tekist ágætlega að samþætta vinnuna og heilbrigt líferni og þegar ég fer í vinnuferðir til útlanda tek ég bara jógadýnuna með og er aldrei lengi að finna veitingastaði með hollan og góðan mat. Það er allt hægt með vilja og smáskipulagshæfni.“ Tekur þú þátt í meistaramánuði? „Ég tek ekki formlega þátt en þetta ár hefur verið eins konar meistaraár hjá mér. Það byrjaði frekar illa en verður bara betra og betra með hverjum deginum sem líður. Ég tók mig meira að segja til og skráði niður það sem mig dreymir um að gera og er farin að vinna í þeim lista. Ég sá Fleetwood Mac á tónleikum í Boston fyrr á árinu og það var á listanum. Svo langar mig til dæmis að læra á mótorhjól og fara til Ástralíu.“Kamilla á hressa fjölskyldu sem er oft til í smá sprell. Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira
Kamilla Ingibergsdóttir er kynningarstjóri Iceland Airwaves. Hún lifir og hrærist í tónlistarheiminum allan ársins hring og hefur tekið mikinn þátt í gríðarlegum vexti hátíðarinnar undanfarin ár. Lífið ræddi við Kamillu um starfið, Airwaves-hátíðina sem er fram undan og hve mikilvægt það er að gleyma ekki að næra líkama og sál í erilsömu lífi. Kamilla Ingibergsdóttir kynningarstjóri Airwaves-tónlistarhátíðarinnar.fréttablaðið/valliKamilla Ingibergsdóttir ólst upp í Keflavík ásamt foreldrum og bróður en hún kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Á unglingsárunum segist hún hafa áttað sig á því að hugurinn hneigðist í átt að tónlistinni og vissi þá að hún myndi starfa við eitthvað tengt tónlist. Eftir BA-próf í mannfræði og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands fór hún í nám til Danmerkur sem átti eftir að leiða hana inn í hringiðu tónlistarlífs á Íslandi. Í dag starfar hún við að kynna tónlistarhátíðina Iceland Airwaves allan ársins hring út um allan heim. Þú ert menntuð sem Kaospilot frá Danmörku. Geturðu útskýrt nánar hvað það er?„Kaospilot er lítill einkaskóli í Árósum þar sem kennd er skapandi verkefnastjórnun og verkefnahönnun. Þetta er þriggja ára nám á BA-stigi þar sem mikil áhersla er lögð á að nemendur geri hlutina sjálfir. Manni er hent út í djúpu laugina og látinn vinna verkefni fyrir raunverulega kúnna. Nemendur eru á sífelldu ferðalagi á meðan á náminu stendur og gera verkefni út um allan heim. Ég gerði meðal annars verkefni í Kanada, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi og hér heima. Ég byrjaði einmitt hjá Iceland Airwaves sem starfsnemi á meðan ég var í Kaospilot og var auk þess starfsnemi hjá SXSW-hátíðinni í Austin í Texas. Starfsnámið opnaði mér margar dyr og ég gat bætt tengslanetið mitt sem var ómetanlegt.“ Nú ertu kynningarstjóri Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Í hverju felst starfið? „Starf mitt felst í því að kynna Iceland Airwaves utanlands sem innan allan ársins hring, sjá um blaðamenn sem koma á hátíðina, útlit hátíðarinnar, heimasíðu, samfélagsmiðla og öll kynningartól hátíðarinnar. Við erum þrjú sem erum fastir starfsmenn hátíðarinnar; ég, Grímur Atlason framkvæmdastjóri og Egill Tómasson sem sér um alla sviðsetningu. Þetta er þriðja hátíðin sem við vinnum að þrjú saman og við erum orðin eins og vel smurð vél og vinnum vel saman á allan hátt. Ég er búin að læra mjög mikið af þeim báðum og við klárum nánast setningar hvert hjá öðru.“Hvenær byrjaði Airwaves-hátíðin á Íslandi og hver var tilgangur hátíðarinnar? „Hátíðin er nú haldin í fimmtánda skiptið og hefur vaxið og dafnað undanfarin ár. Hún var fyrst haldin á einu kvöldi í flugskýli 4 við Reykjavíkurflugvöll árið 1999 en er í dag fimm daga hátíð sem fer fram á 13 tónleikastöðum í miðborginni. Tilgangurinn var fyrst sá að laða ferðamenn til Reykjavíkur utan háannatíma. Í dag hefur Iceland Airwaves þrjú markmið en þau eru að kynna Reykjavík sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn, að kynna íslenska tónlist fyrir umheiminum og að halda heimsklassa tónlistarhátíð í Reykjavík.“ Kamilla sem barn.Í ár fer hátíðin fram 30. október til 3. nóvember. Hvað er búist við að margir miðar seljist? „Það er búist við um 8.000 gestum, þar af um 4.500 erlendum. Í fyrra gerðist það í fyrsta skipti að erlendir gestir voru fleiri en íslenskir og undirstrikar það enn frekar vinsældir hátíðarinnar á erlendri grundu. Miðar seljast líka upp löngu fyrir hátíð en síðustu miðar seldust í byrjun september í ár.“ Hvaða erlendu tónlistarmenn spila í ár? „Alls munu 217 listamenn koma fram, þar af 61 frá útlöndum. Kraftwerk, Emilíana Torrini, Yo La Tengo, Múm, Midlake, Omar Souleyman, Ásgeir, John Grant, AlunaGeorge, Fucked Up, Gold Panda, Sóley, Retro Stefson, Jon Hopkins, FM Belfast og Jagwar Ma eru nokkur góð dæmi um þá fjöldamörgu frábæru listamenn sem koma fram í ár. Það frábæra við Iceland Airwaves er að í fimm daga á ári beinast augu tónlistarbransans algjörlega að Íslandi. Flottustu miðlarnir fjalla um hátíðina og tónlistarbransinn hlustar.“Svo er einnig boðið upp á utandagskrárprógramm (off-venue). Hverjir koma fram og hvar fer það fram í borginni? „Utandagskrárprógrammið er það stærsta til þessa. Það eru yfir 600 tónleikar á 48 tónleikastöðum og það besta er að það er öllum að kostnaðarlausu. Það er alveg óhætt að segja að fólk geti hlustað á lifandi tónlist allan sólarhringinn ef það vill meðan Iceland Airwaves stendur yfir en utandagskrártónleikarnir fara fram á kaffihúsum, börum, hótelum, í verslunum og meira að segja í eikarbát í smábátahöfninni við Hörpu. Þetta er góð leið til að virkja borgarbúa og gefa þeim sem ekki náðu að kaupa sér miða tækifæri til að upplifa stemmninguna sem myndast á Iceland Airwaves og er engri lík.“ Hvernig er þetta Airwaves-app? Verða allir Airwaves-aðdáendur að nýta sér það? „Já, appið er algjörlega ómissandi. Það hjálpar manni að henda reiður á þessum 900 tónleikum sem verða á Iceland Airwaves, bæði fyrir miðahafa og utan dagskrár. Þar er hægt að setja saman sína eigin dagskrá, lesa um hljómsveitirnar, hlusta á tóndæmi og horfa á myndbönd. Auk þess er hægt er að fylgjast með hvort biðraðir myndast fyrir utan staði og lesa gagnrýni um tónleika.“Afmælisbarn í New YorkHefur Airwaves ekki verið stökkpallur fyrir marga íslenska tónlistarmenn erlendis? „Ég myndi segja að Iceland Airwaves væri eitt mikilvægasta tól sem íslenskt tónlistarfólk hefur til að koma sér og tónlist sinni á framfæri. Eitt besta dæmi síðustu ára eru Of Monsters and Men en þau héldu sína fyrstu tónleika á Iceland Airwaves stuttu eftir að hafa unnið Músíktilraunir. KEXP-útvarpsstöðin í Seattle tók upp myndband með þeim sem í dag hefur fengið yfir sjö milljón áhorf á YouTube. Svo eru mörg dæmi um hljómsveitir sem hafa gert góða hluti á Iceland Airwaves, verið bókaðar á aðrar tónlistarhátíðir erlendis, hafið samstarf við tónleikabókara eða hreinlega verið boðið í tónleikaferðlög með erlendum sveitum. Hljómsveitinni Caterpillarmen var boðið í tónleikaferðalag með Tune-Yards í kjölfar tónleika þeirra á Iceland Airwaves 2011.“ Það hlýtur að vera gríðarleg vinna á bak við svona hátíð. Slekkur þú einhvern tíma á símanum og slakar á? „Það er frekar magnað að vinna að því allan ársins hring að skipuleggja viðburð sem stendur einungis fimm daga. Þetta er sannarlega mikil vinna og þegar hátíðin er yfirstaðin kemur tímabil í nokkrar vikur þar sem ekkert gerist og maður á erfitt með að venjast því að vera ekki að svara mörg hundruð tölvupóstum á dag og hugsa bara um og dreyma nánast Iceland Airwaves. Ég gef mér alltaf gott frí eftir hátíð og hef síðustu ár farið á hlýjar og framandi slóðir. Í ár er ég einmitt á leiðinni til Taílands í heilan mánuð.“Hittir stundum fræga í vinnunni. Þarna er hún með Pharrel Williams á góðri stundu.Kamilla upplifði mikið álag í fyrra vegna vinnunnar og í kjölfarið breytti hún algjörlega um lífsstíl. Taílandsferð sem átti að vera gott frí endaði illa þegar hún var lögð inn á spítala með næringu í æð. Hún hafði þá unnið sleitulaust í tvö ár í tveimur krefjandi störfum og segist hafa þurft að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að átta sig á því að hún var brunnin út í starfi. Læknar virtust ekki geta fundið neitt að henni þrátt fyrir lágan blóðsykur, flensueinkenni og síþreytu. „Ég var lengi vel í afneitun á því sem var að gerast. Vinnan er svo stór hluti af sjálfsmyndinni og ef þú getur ekki unnið, hvað ertu þá? En ég á sem betur fer frábæran yfirmann sem beinlínis sendi mig í veikindaleyfi og ég eyddi desember og janúar í að sofa, drekka te, lesa og komast af þessum yfirsnúningi sem ég hafði verið á of lengi. Það merkilega er líka að eftir að þetta gerðist er ég alltaf að heyra um fólk í svipuðum sporum. Það hryggir mig að hugsa til þess að við erum hreinlega að reyna að vinna yfir okkur til að komast út úr kreppu og gleymum að setja líkamlegt og andlegt heilbrigði í fyrsta sæti. Vinnu- og sköpunargleði drabbast niður þegar fólk er búið að vinna of mikið og ég er nokkuð viss um að þegar við endum ævina munum við ekki óska þess að hafa unnið meira, alla vega ekki ég.“ Hefur þú náð betri tökum á að rækta sjálfa þig í dag? „Já, ég stunda jóga fimm til sex sinnum í viku en ég finn að jóga róar mig og heldur mér á jörðinni. Ég stunda líka innhverfa íhugun en öll fjölskyldan mín gerir það líka og pabbi er til dæmis búinn að íhuga í yfir 40 ár. Við erum ein af þessum hippafjölskyldum sem íhuga meira að segja saman sem er frekar sætt, sko. Mér hefur tekist ágætlega að samþætta vinnuna og heilbrigt líferni og þegar ég fer í vinnuferðir til útlanda tek ég bara jógadýnuna með og er aldrei lengi að finna veitingastaði með hollan og góðan mat. Það er allt hægt með vilja og smáskipulagshæfni.“ Tekur þú þátt í meistaramánuði? „Ég tek ekki formlega þátt en þetta ár hefur verið eins konar meistaraár hjá mér. Það byrjaði frekar illa en verður bara betra og betra með hverjum deginum sem líður. Ég tók mig meira að segja til og skráði niður það sem mig dreymir um að gera og er farin að vinna í þeim lista. Ég sá Fleetwood Mac á tónleikum í Boston fyrr á árinu og það var á listanum. Svo langar mig til dæmis að læra á mótorhjól og fara til Ástralíu.“Kamilla á hressa fjölskyldu sem er oft til í smá sprell.
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira