Lífið

Fjármagnar framleiðslu á "kúrdýnu“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Dýnan virðist ákaflega notaleg af myndbandinu að dæma.
Dýnan virðist ákaflega notaleg af myndbandinu að dæma. mynd/skjáskot
Þó það sé rómantískt að sofa með elskhuga sinn í fanginu getur það líka valdið líkamlegum óþægindum. Sumir fá náladofa í handlegginn á meðan aðrir liggja ef til vill andvaka í spreng því þeir vilja ekki vekja þann sem sefur með því að draga handlegginn undan honum.

Uppfinningamaðurinn Mehdi Mojtavabi hefur fundið lausn á þessu og hópfjármagnar nú framleiðslu á eigin uppfinningu, svokallaðri kúrdýnu (Cuddle Mattress).

Dýnan er lagskipt frauðdýna með rifum sem hægt er að smeygja handleggnum ofan í og leysir þessi ofangreindu vandamál. Best er að horfa á meðfylgjandi myndband til þess að átta sig betur á hönnun dýnunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.