Viðskipti innlent

Rekstrarafgangur RÚV um 2 milljónir

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Ársreikningur RÚV var birtur í dag.
Ársreikningur RÚV var birtur í dag. Mynd/GVA
Rekstrarafgangur Ríkisútvarpsins nam um 2 milljónum króna á síðasta rekstrartímabili samanborið við 91 milljón króna tap í fyrra.

Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var í dag en samþykktur af stjórn RÚV í gær.

Rekstrartekjur Ríkisútvarpsins stóðu nánast í stað á milli ára. Tekjurnar námu rúmum 5,3 milljörðum króna og jukust um 25 milljónir.

Þjónustutekjur lækkuðu um tæpar 50 milljónir króna og auglýsingatekjur um rúmar 80 milljónir.

Kostanir dagskrárliða jukust hins vegar um tæpar 40 milljónir og aðrar rekstrartekjur jukust um 12 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×