Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fækkar á milli ára

Samúel Karl Ólason skrifar
Flest gjaldþrot á árinu voru í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð.
Flest gjaldþrot á árinu voru í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Mynd/Valgarður
153 einkahlutafélög voru nýskráð í nóvembermánuði og 71 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Í nóvember 2012 voru 132 félög nýskráð og 66 tekin til gjaldþrotaskipta. Frá þessu greinir Hagstofa Íslands.

Nýskráningar flestra einkahlutafélaga voru í fasteignaviðskiptum og flest gjaldþrot, það sem af er árinu, hafa verið í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, alls 171.

Á fyrstu ellefu mánuðum ársins er fjöldi nýskráninga 1.766, sem er 10% aukning frá sama tímabili 2012, þegar 1.605 fyrirtæki voru skráð. Fjöldi fyrirtækja sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á fyrstu ellefu mánuðum ársins var 858, sem er fækkun um 12,2% frá sama tímabili í fyrra. Þá voru 977 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×