Fjárfestingafélag kaupir gamla Borgarbókasafnið Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 20. desember 2013 12:37 Fjárfestingafélagið Aztiq Pharma hefur keypt gamla Borgarbókasafnið í Þingholtsstræti af Ingunni Wernersdóttur. Í samtali við fréttastofu sagði Árni Harðarson, framkvæmdarstjóri Aztiq, að ákveðið hafi verið að kaupa þetta sögufræga hús þegar það fór á sölu. Hann segir áfram verði unnið að uppbyggingu hússins og endurgera það í sínum gamla stíl. Um sé að ræða fallegt hús með langa sögu. Árni segist eiga 83 prósent í félaginu og 17 prósent séu í eigu bandaríks fjárfestis í gegnum fjárfestingabanka JP Morgan. Aztiq Pharma er 100 prósent í eigu skattaskjólsfélagsins Aztiq Cayman, sem eins og nafnið gefur til kynna er skráð á Cayman-eyjum. Samkvæmt stofngögnum Aztiq Pharma, frá 30. júní 2010, er Róbert Wessmann prókúruhafi og stjórnarmaður í félaginu ásamt Árna Harðarsyni. Á DV er greint frá því að félagið muni koma að byggingu samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen á lyfjaverksmiðju í Vatnsmýrinni. Félagið hefur meðal annars staðið í skuldabréfaútboði á þessu ári þar sem fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands var nýtt til að koma með 220 milljónir króna hingað til lands. Eignarhaldið á húsinu í Þingholtsstræti og Aztiq Pharma er í gegnum félag í skattaskjólinu Cayman-eyjum sem heitir Aztiq Cayman L.P.Uppfært:Árni segir að skráning félagsins á Cayman-eyjum sé eingöngu vegna þess að bandarískur fjárfestir í félaginu hafi óskað eftir því fyrirkomulagi. Móðurfélag þess félags sé hinsvegar íslenskt og að hann eigi það félag á móti bandarískum fjárfesti og tekur fram að Astiq greiði öll gjöld á Íslandi enda sé það skráð sem íslenskt félag. Árni segir að félagið muni áfram horfa til Íslands með frekari fjárfestingar í huga. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Fjárfestingafélagið Aztiq Pharma hefur keypt gamla Borgarbókasafnið í Þingholtsstræti af Ingunni Wernersdóttur. Í samtali við fréttastofu sagði Árni Harðarson, framkvæmdarstjóri Aztiq, að ákveðið hafi verið að kaupa þetta sögufræga hús þegar það fór á sölu. Hann segir áfram verði unnið að uppbyggingu hússins og endurgera það í sínum gamla stíl. Um sé að ræða fallegt hús með langa sögu. Árni segist eiga 83 prósent í félaginu og 17 prósent séu í eigu bandaríks fjárfestis í gegnum fjárfestingabanka JP Morgan. Aztiq Pharma er 100 prósent í eigu skattaskjólsfélagsins Aztiq Cayman, sem eins og nafnið gefur til kynna er skráð á Cayman-eyjum. Samkvæmt stofngögnum Aztiq Pharma, frá 30. júní 2010, er Róbert Wessmann prókúruhafi og stjórnarmaður í félaginu ásamt Árna Harðarsyni. Á DV er greint frá því að félagið muni koma að byggingu samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen á lyfjaverksmiðju í Vatnsmýrinni. Félagið hefur meðal annars staðið í skuldabréfaútboði á þessu ári þar sem fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands var nýtt til að koma með 220 milljónir króna hingað til lands. Eignarhaldið á húsinu í Þingholtsstræti og Aztiq Pharma er í gegnum félag í skattaskjólinu Cayman-eyjum sem heitir Aztiq Cayman L.P.Uppfært:Árni segir að skráning félagsins á Cayman-eyjum sé eingöngu vegna þess að bandarískur fjárfestir í félaginu hafi óskað eftir því fyrirkomulagi. Móðurfélag þess félags sé hinsvegar íslenskt og að hann eigi það félag á móti bandarískum fjárfesti og tekur fram að Astiq greiði öll gjöld á Íslandi enda sé það skráð sem íslenskt félag. Árni segir að félagið muni áfram horfa til Íslands með frekari fjárfestingar í huga.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira