Viðskipti innlent

Svipuð fargjöld til London

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Valgarður
Munur á verði á flugmiðum frá Íslandi til London lækkar þriðja mánuðinn í röð, samkvæmt verðkönnunum síðunnar Túristi.is. „Vegur þar þyngst að ódýrustu fargjöld EasyJet hafa lækkað mikið frá því í fyrra.“

Enn er dýrast að fljúga með EasyJet til London, sé bókað með stuttum fyrirvara. Sé bókað þrjá mánuði fram í tímann, er það aftur á móti ódýrasti miðinn.

Þá hefur einnig dregið saman með Icelandair og WowAir þegar kemur að flugi til Kaupmannahafnar. „Norwegian hefur hins vegar sérstöðu fyrir þá sem ætla til Oslóar og býður félagið upp á mun lægra far en Icelandair og SAS.“

Verðkönnun Túrista.is til London, Kaupmannahafnar og Osló er hægt að sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×