Viðskipti innlent

Grindavíkurbær selur hlut sinn í HS Veitum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti kaupsamninginn samhljóða.
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti kaupsamninginn samhljóða. Mynd/Valgarður.
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að selja 0,5 prósenta hlut sinn í HS Veitum.

Í tilkynningu sem birtist á vef bæjarins segir að tillaga að kaupsamningi milli annarsvegar Ursus I slhf., sem eru í eigu fjárfestisins Heiðars Más Guðjónssonar, og hinsvegar Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs, Sveitarfélagsins Voga og Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið lögð fram á síðasta bæjarstjórnarfundi.

„Kaupsamningurinn byggir á samkomulagi um helstu skilmála kaupsamnings milli sömu aðila sem bæjarstjórn hefur staðfest, en hlutur Grindavíkurbæjar er 0,5%. Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur bæjarstjóra að undirrita hann. Þá var samþykkt að fela bæjarráði að meta hvort stofna skuli sérstakan sjóð um fjármunina sem fást úr sölunni á hlutafénu í HS veitum," segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×