Staðan er ekki góð fyrir okkur nýja og unga höfunda Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. desember 2013 07:00 Björg segir ferilinn við að gefa út sína fyrstu bók erfiðan. Rithöfundasambandið gerði nýja samninga við bókaútgefendur í nóvember en nokkurrar gremju gætir meðal rithöfunda vegna lágrar prósentutölu til þeirra af heildsöluverði, einkum er hvað varðar kiljur og rafbækur.Úr 23% í 18% fyrir frumútgefnar kiljur Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur, flutti pistil um efnið í Víðsjá í síðustu viku, þar sem hann lýsir óánægju sinni með ýmis efni nýju samninganna, þar á meðal vegna þeirra höfunda sem frumútgefa sínar bækur í kilju, sem eru fyrst og fremst yngstu höfundarnir, þeir sem ekki hafa enn skapað sér nafn. Þannig lækkar prósentuhlutfallið sem höfundar frá greitt af heildsöluverði úr 23% í 18% fyrir þá sem gefa út bækur sínar í kilju í frumútgáfu. Eiríkur segir í pistli sínum að kiljur séu eins og allir vita umtalsvert ódýrari og þannig færri krónur til skiptana fyrir útgefendur og höfunda.Verður fyrir fimmtungs launaskerðingu Ein þeirra ungu nýju höfunda sem er óánægð með samninginn er Björg Magnúsdóttir sem gaf út sína fyrstu bók í vor. „Ég er hundóánægð með nýju samningana, sem ég gat ekkert haft með að segja þar sem ég er ekki gjaldgeng í Rithöfundasambandið fyrr en ég hef gefið út tvær bækur. Staðan er ekki góð fyrir okkur nýja og unga höfunda. Mér fannst 23% af hverju seldu eintaki of lág upphæð í vor þegar ég gaf út mína fyrstu bók, sér í lagi að prósentan væri sú sama og fyrir rafbók þar sem ekki er hægt að tala um prentkostnað þar sem er einn stærsti hlutinn af kostnaði forlags við bókaútgáfu. Fari eins og ég stefni á – að ég gefi út aðra kilju í vor mun ég verða fyrir um 21% launaskerðingu,“ segir Björg í viðtali við Vísi.Ekki allir jafnir lengur Björg gagnrýnir að höfundar séu ekki lengur settir undir sama hatt þegar þeir gefa út bækur. „Það jákvæða sem ég fann við gamla samninginn var að þar voru allir höfundar jafnir gagnvart forlögunum. Nú er það ekki lengur þannig,“ segir Björg. Höfundar sem gefa út harðspjalda bækur munu áfram fá 23% af heildsölutekjum og það prósentuhlutfall hækkar upp í 25% seljist bókin í yfir 7.000 eintökum. Örfáar bækur seljast svo mikið á hverju ári á íslenskum markaði en Eiríkur Örn segir í sínum pistli að um 5-6 titlar nái slíkri sölu.Rithöfundasambandið þarf að taka sig á Björg vill að Rithöfundasambandið eigi að setja fram meiri kröfur, kynna samningana miklu betur og öflugar fyrir félagsmönnum, sem og fjölmiðlum og fólkinu í landinu, og stuðla þannig að frekari umræðum um samningana áður en þeir eru samþykktir. Hún vill að Rithöfundasambandið taki sig á. „Ferillinn við að gefa út sína fyrstu bók er erfiður. Maður upplifir sig svolítið einan og er yfir sig þakklátur fyrir að einhver vilji gefa út bókina. Það er augljóslega ekki góð staða til að vera í þegar kemur að samningum. Það er mín skoðun að rithöfundar hafi mikil tækifæri til að standa miklu betur saman og vera minna einir hver í sínu horni, að drepast úr þakklæti fyrir að einhver vilji gefa þá út. Að finna styrk í fjöldanum og regnhlífinni, sem Rithöfundasambandið hlýtur að eiga að vera, er mikilvægt fyrir höfunda, sérstaklega þá nýju,“ segir Björg að lokum. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Rithöfundasambandið gerði nýja samninga við bókaútgefendur í nóvember en nokkurrar gremju gætir meðal rithöfunda vegna lágrar prósentutölu til þeirra af heildsöluverði, einkum er hvað varðar kiljur og rafbækur.Úr 23% í 18% fyrir frumútgefnar kiljur Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur, flutti pistil um efnið í Víðsjá í síðustu viku, þar sem hann lýsir óánægju sinni með ýmis efni nýju samninganna, þar á meðal vegna þeirra höfunda sem frumútgefa sínar bækur í kilju, sem eru fyrst og fremst yngstu höfundarnir, þeir sem ekki hafa enn skapað sér nafn. Þannig lækkar prósentuhlutfallið sem höfundar frá greitt af heildsöluverði úr 23% í 18% fyrir þá sem gefa út bækur sínar í kilju í frumútgáfu. Eiríkur segir í pistli sínum að kiljur séu eins og allir vita umtalsvert ódýrari og þannig færri krónur til skiptana fyrir útgefendur og höfunda.Verður fyrir fimmtungs launaskerðingu Ein þeirra ungu nýju höfunda sem er óánægð með samninginn er Björg Magnúsdóttir sem gaf út sína fyrstu bók í vor. „Ég er hundóánægð með nýju samningana, sem ég gat ekkert haft með að segja þar sem ég er ekki gjaldgeng í Rithöfundasambandið fyrr en ég hef gefið út tvær bækur. Staðan er ekki góð fyrir okkur nýja og unga höfunda. Mér fannst 23% af hverju seldu eintaki of lág upphæð í vor þegar ég gaf út mína fyrstu bók, sér í lagi að prósentan væri sú sama og fyrir rafbók þar sem ekki er hægt að tala um prentkostnað þar sem er einn stærsti hlutinn af kostnaði forlags við bókaútgáfu. Fari eins og ég stefni á – að ég gefi út aðra kilju í vor mun ég verða fyrir um 21% launaskerðingu,“ segir Björg í viðtali við Vísi.Ekki allir jafnir lengur Björg gagnrýnir að höfundar séu ekki lengur settir undir sama hatt þegar þeir gefa út bækur. „Það jákvæða sem ég fann við gamla samninginn var að þar voru allir höfundar jafnir gagnvart forlögunum. Nú er það ekki lengur þannig,“ segir Björg. Höfundar sem gefa út harðspjalda bækur munu áfram fá 23% af heildsölutekjum og það prósentuhlutfall hækkar upp í 25% seljist bókin í yfir 7.000 eintökum. Örfáar bækur seljast svo mikið á hverju ári á íslenskum markaði en Eiríkur Örn segir í sínum pistli að um 5-6 titlar nái slíkri sölu.Rithöfundasambandið þarf að taka sig á Björg vill að Rithöfundasambandið eigi að setja fram meiri kröfur, kynna samningana miklu betur og öflugar fyrir félagsmönnum, sem og fjölmiðlum og fólkinu í landinu, og stuðla þannig að frekari umræðum um samningana áður en þeir eru samþykktir. Hún vill að Rithöfundasambandið taki sig á. „Ferillinn við að gefa út sína fyrstu bók er erfiður. Maður upplifir sig svolítið einan og er yfir sig þakklátur fyrir að einhver vilji gefa út bókina. Það er augljóslega ekki góð staða til að vera í þegar kemur að samningum. Það er mín skoðun að rithöfundar hafi mikil tækifæri til að standa miklu betur saman og vera minna einir hver í sínu horni, að drepast úr þakklæti fyrir að einhver vilji gefa þá út. Að finna styrk í fjöldanum og regnhlífinni, sem Rithöfundasambandið hlýtur að eiga að vera, er mikilvægt fyrir höfunda, sérstaklega þá nýju,“ segir Björg að lokum.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira