Innlent

Kastaði hníf í lögreglumann

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Karlmaður var á föstudag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að bera vopn og ráðast á lögreglumenn.

Maðurinn var á ferð um Snorrabraut á árinu 2011 í annarlegu ástandi þegar lögreglan hafði afskipti af honum. Dró hann þá upp tvo hnífa sem hann sveiflaði út í loftið. Lögreglumennirnir óskuðu eftir aðstoð og komu þá fleiri á vettvang. Maðurinn neitaði að leggja frá sér hnífana og hélt áfram að ógna lögreglunni. Þeir sprautuðu piparúða á hann en það hafði engin áhrif. Þegar þeir svo hugðust handtaka hann kastaði hann örum hnífnum af miklu afla í lögreglumann. Hnífurinn lenti í bringu hans en hann var klæddur í hnífavesti og varð ekki meint af.

Þá var maðurinn ölvaður og til vandræða á kaffistofu Samhjálpar sama ár og báðu lögreglumenn hann að yfirgefa svæðið. Hann brást hinn versti við og þegar hann var leiddur út sparkaði hann með hnénu í læri lögregluþjóns.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að ráðast enn einu sinni að lögreglunni, árið 2012 í Strætó þar sem hann hafði verið að ónáða farþega. Honum var vísað úr vagninum og þegar lögreglan ræddi við hann í lögreglubifreið þar sem hann neitaði að segja til nafns og gefa upp kennitölu. Maðurinn var því handtekinn. Á leið niður á lögreglustöð hringdi sími mannsins en lögregluþjónn skipaði honum að svara ekki. Maðurinn svaraði samt og tók lögreglan því af honum símann. Við það kýldi maðurinn lögreglumanninn í andlitið með krepptum hnefa. Lögreglumaðurinn leitaði í kjölfarið á slysadeild.

Vafi lék á sakhæfi mannsins og var læknir beðinn að meta manninn. Sá lýsti honum sem misþroska og barnalegum manni sem misnotaði áfengi og fíkniefni. Hann væri ekki alvarlega vangefinn og gæti lært þó greind hans lægi undir 70. Þá stundaði hann vinnu stopult, enda þyrfti hann aðhald og stýringu. Hann taldi líklegt að áærði hefði fengið geðrof en væri ekki með geðklofa. Einnig taldi læknirinn manninn hafa orðið fyrir heilaskaða við fæðingu og gerði hann viðkvæmari fyrir geðrofi. Nú væri það hins vegar félagslegi þátturinn sem væri honum erfiðastur og hjá honum örlaði á andfélagslegri hugsun.

Maðurinn neitaði sök en að öðru leyti tjáði sig ekkif rekar um ákæruefnin. Hann var sem fyrr segir dæmdur í 12 mánaða óskilorðsbundið fanglesi en dómurinn taldi ekki ástæðu til að efast um sakhæfi mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×