Viðskipti innlent

Þjónustuver 365: „Brjálað að gera hjá okkur“

Logi Bergmann og Sindri Sindrason voru meðal þeirra
Logi Bergmann og Sindri Sindrason voru meðal þeirra
„Það er vægast sagt allt brjálað að gera hjá okkur - alveg frá því að tilboðið kom út á föstudaginn,“ segir Ásta Reynisdóttir, forstöðumaður áskrifta- og þjónustusviðs 365. „Ég hef starfað hjá fyrirtækinu í tíu ár og ég man ekki eftir svona.“

Mikil ásókn er í nýtt áskriftartilboð Stöðvar 2 en í því felst meðal annars að internet og heimasími fylgja frítt með í kaupbæti.

Álagið á þjónustuver 365 hefur verið slíkt að kalla þurfti út aukamannskap, meðal annars sjónvarpsstjörnunar Loga Bergmann, Sindra Sindrason og Valtý Björn Valtýsson.

„Það voru ansi margir komnir á bið og kölluðum á annað fólk í húsinu. Hér eru allir boðnir og búnir að vinna saman,“ segir Ásta. „Það eru allir að hjálpast að og þetta er ótrúlega skemmtilegt.“

Vegna álagsins er fólki einnig bent á vef þjónustuversins en þar er hægt að kaupa áskrift með einföldum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×