Lífið

Aldrei aftur í Playboy

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mikið hefur verið talað um nýjustu forsíðu tímaritsins Playboy þar sem Kate Moss situr fyrir í kanínubúning. Ofurfyrirsætan Cindy Crawford, 47 ára, segist ekki ætla að sitja fyrir í tímaritinu aftur.

Cindy er ein frægasta fyrirsæta heims.
"Ég myndi ekki gera það núna því ég á son sem er fjórtán ára og ég vil ekki að honum líði illa. Ég myndi alveg sitja fyrir nakin en ég held að nafnið Playboy yrði erfitt fyrir son minn. Ég vil ekki að hann skammist sín fyrir móður sína," segir Cindy

Cindy gæti setið fyrir nakin á ný en ekki fyrir Playboy.
Kate Moss prýðir nýjustu forsíðu Playboy.
Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.