Viðskipti innlent

Dýrasti bíllykillinn kostar 81 þúsund krónur

Haraldur Guðmundsson skrifar
Spurt var um 24 tegundir bíla í könnuninni af árgerð 2010
Spurt var um 24 tegundir bíla í könnuninni af árgerð 2010 Mynd/GVA.
Mikill verðmunur er á nýjum bíllyklum milli einstakra bílategunda og milli þeirra sem veita þá þjónustu.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gerði nýverið könnun á því hvað það kostar að láta smíða nýjan lykil að fólksbíl, með eða án fjarstýringar. Í ljós kom að þjónustan er yfirleitt dýrari hjá bílaumboðunum en óháðum lykla- og lásasmiðum.

FÍB nefnir sem dæmi að lykill fyrir Toyota Yaris kostar 25 þúsund krónur hjá Neyðarþjónustunni en 52.318 krónur hjá umboðinu.

„Spurt var um 24 tegundir bíla í könnuninni af árgerð 2010. Mikill verðmunur reyndist vera milli einstakra bíltegunda hjá umboðunum. Dýrasti lykill með fjarstýringu frá umboði var fyrir Lexus RX450H - 81.140 krónur. […] Ódýrasti lykill með fjarstýringu frá umboði og sá ódýrasti í þessari könnun er fyrir Chevrolet Spark og kostar 24.813 krónur. Búnaðurinn reyndist ófáanlegur hjá óháðu lásasmiðunum. Næst ódýrasti lykillinn í könnuninni reyndist vera fyrir Suzuki Swift og kostaði 23.500 krónur hjá umboðinu. Hann er heldur ekki í boði hjá óháðu lásasmiðunum.” segir í tilkynningu FÍB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×