Gagnastreymi „rænt“ til Íslands Kristján Hjálmarsson skrifar 21. nóvember 2013 15:14 Svona „stálu“ þjófarnir netumferðinni samkvæmt Renesys. Mynd/Renesys Alþjóðlegu gagnastreymi á netinu var „rænt“ nokkrum sinnum á árinu og því beint í gegnum Hvíta-Rússland og Ísland. Ræningjarnir beindu sjónum sínum að ákveðnum borgum og eru þeir taldar hafa verið til að safna upplýsingum af fjárhagslegum toga. Þetta kemur fram í skýrslu hjá netvöktunarfyrirtækinu Renesys sem fylgist með umferð á netinu út um allan heim. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag, meðal annars Ars Technica, Computing og All Things Digital. Samkvæmt Renesys hefur þetta átt sér stað minnst sextíu daga á þessu ári og meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á þjófunum eru fjármálafyrirtæki og opinberar stofnanir. Árásirnar hófust í byrjun febrúar og áttu sér stað nánast daglega. Þær hafi staðið yfir í nokkrar mínútur og allt upp í nokkra klukkustundir. Samkvæmt Renesys var umferðinni fyrst beint til Íslands í gegnum Nýherja í maí. Allt var síðan með kyrrum kjörum þar til í lok júlí að Renesys tók eftir því að umferðinni væri aftur beint til Íslands. Nú í gegnum Opin kerfi. „Í allt voru þetta sautján skipti, sem náðu frá 31. júlí til 19. ágúst,“ segir Jim Cowie rannsakandi hjá Renesys. Hann segir að í allt hafi níu íslensk fyrirtæki hafi verið notuð á þennan hátt og þau tengist öll Símanum. „Ránin“ fara þannig fram að netumferð er beint af sinni hefðbundnu leið yfir á leið ræningjanna sem grisja úr þær upplýsingar sem þeir vilja. Ránið tekur aðeins örfáar sekúndur en sendandi finnur aldrei fyrir seinkuninni. Upphaflegu upplýsingarnar skila sér á áfangastað. Bilun í hugbúnaði en ekki netárás Samkvæmt upplýsingum frá Símanum var ekki um netárás að ræða, eins og segir í skýrslu Renesys, heldur bilun í hugbúnaði í gátt Símans í Montreal. „Bilun í hugbúnaði í gátt Símans í Montreal í sumar olli því að netupplýsingar spilltust. Bilunin varð til þess að umferð sem ekki var ætluð Símanum eða viðskiptavinum hans fór ranglega um net Símans á leið sinni til réttra viðskiptavina,“ segir í yfirlýsingu frá Símanum. „Þessi bilun lýsir sér ekki ósvipað tiltekinni tegund netárása, þar sem umferð er vísvitandi beint á rangan aðila. Hér var þó ekki slíku til að dreifa heldur var um bilun hjá Símanum að ræða og ekkert bendir til þess að um saknæmt athæfi hafi verið að ræða. Þessi bilun hafði þau áhrif að það leit út fyrir að hinar röngu upplýsingar kæmu frá ákveðnum viðskiptavinum Símans, þar á meðal Opnum Kerfum og Nýherja. Þessi bilun tengdist þessum fyrirtækjum þó ekkert og harmar Síminn þau óþægindi sem þau hafa orðið fyrir vegna þessa. Umrædd bilun var lagfærð þann 22. ágúst sl.“Á þessu korti sjást þær 150 borgir sem Renesys segir netumferð hafa verið stolið frá á árinu.Mynd/Renesys Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Alþjóðlegu gagnastreymi á netinu var „rænt“ nokkrum sinnum á árinu og því beint í gegnum Hvíta-Rússland og Ísland. Ræningjarnir beindu sjónum sínum að ákveðnum borgum og eru þeir taldar hafa verið til að safna upplýsingum af fjárhagslegum toga. Þetta kemur fram í skýrslu hjá netvöktunarfyrirtækinu Renesys sem fylgist með umferð á netinu út um allan heim. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag, meðal annars Ars Technica, Computing og All Things Digital. Samkvæmt Renesys hefur þetta átt sér stað minnst sextíu daga á þessu ári og meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á þjófunum eru fjármálafyrirtæki og opinberar stofnanir. Árásirnar hófust í byrjun febrúar og áttu sér stað nánast daglega. Þær hafi staðið yfir í nokkrar mínútur og allt upp í nokkra klukkustundir. Samkvæmt Renesys var umferðinni fyrst beint til Íslands í gegnum Nýherja í maí. Allt var síðan með kyrrum kjörum þar til í lok júlí að Renesys tók eftir því að umferðinni væri aftur beint til Íslands. Nú í gegnum Opin kerfi. „Í allt voru þetta sautján skipti, sem náðu frá 31. júlí til 19. ágúst,“ segir Jim Cowie rannsakandi hjá Renesys. Hann segir að í allt hafi níu íslensk fyrirtæki hafi verið notuð á þennan hátt og þau tengist öll Símanum. „Ránin“ fara þannig fram að netumferð er beint af sinni hefðbundnu leið yfir á leið ræningjanna sem grisja úr þær upplýsingar sem þeir vilja. Ránið tekur aðeins örfáar sekúndur en sendandi finnur aldrei fyrir seinkuninni. Upphaflegu upplýsingarnar skila sér á áfangastað. Bilun í hugbúnaði en ekki netárás Samkvæmt upplýsingum frá Símanum var ekki um netárás að ræða, eins og segir í skýrslu Renesys, heldur bilun í hugbúnaði í gátt Símans í Montreal. „Bilun í hugbúnaði í gátt Símans í Montreal í sumar olli því að netupplýsingar spilltust. Bilunin varð til þess að umferð sem ekki var ætluð Símanum eða viðskiptavinum hans fór ranglega um net Símans á leið sinni til réttra viðskiptavina,“ segir í yfirlýsingu frá Símanum. „Þessi bilun lýsir sér ekki ósvipað tiltekinni tegund netárása, þar sem umferð er vísvitandi beint á rangan aðila. Hér var þó ekki slíku til að dreifa heldur var um bilun hjá Símanum að ræða og ekkert bendir til þess að um saknæmt athæfi hafi verið að ræða. Þessi bilun hafði þau áhrif að það leit út fyrir að hinar röngu upplýsingar kæmu frá ákveðnum viðskiptavinum Símans, þar á meðal Opnum Kerfum og Nýherja. Þessi bilun tengdist þessum fyrirtækjum þó ekkert og harmar Síminn þau óþægindi sem þau hafa orðið fyrir vegna þessa. Umrædd bilun var lagfærð þann 22. ágúst sl.“Á þessu korti sjást þær 150 borgir sem Renesys segir netumferð hafa verið stolið frá á árinu.Mynd/Renesys
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira