Lögmaður Hannesar segir dóminn órökréttan og ósanngjarnan Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 07:00 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Lögmaður Hannesar Smárasonar, Gísli Guðni Hall, segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á fimmtudag, þess efnis að Hannes skuli greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu, hvorki vera rökrétt né sanngjörn. Í svari við fyrirspurn Vísis um viðbrögð við dómnum segir Gísli að Hannes hafi í byrjun desember 2007 verið fenginn til að undirrita persónulega ábyrgð vegna eignarhaldsfélags síns, en hann hafi ekki verið í slíkri ábyrgð fyrir. Ábyrgðin hafi ekki staðið í tengslum við nýja lánveitingu, heldur var hún til tryggingar eldri skuldum. Eftir það hafi Hannes greitt persónulega í þremur áföngum alls 2 milljarða og 675 milljónir króna í peningum til bankans, eða hærri fjárhæð en heldur en nam ábyrgðarfjárhæðinni. Auk þess hafi hann lagt til veð. „ Enginn ágreiningur var um greiðslurnar sem slíkar, en deilan stendur um gildi ábyrgðarinnar, fjárhæð, og hvort hún hafi verið gerð upp með greiðslunum frá Hannesi og hann eigi þannig inni hjá bankanum. Dómurinn féllst á að tvær greiðslur hafi tengst ábyrgðinni, annars vegar kr. 300.000.000 og hins vegar kr. 875.000.000, báðar inntar af hendi í mars 2008 en taldi að þriðja greiðslan, að fjárhæð kr. 1.500.000.000, um miðjan desember 2007, hafi verið ótengd. Þetta leiðir til þeirrar niðurstöðu dómsins að Hannes skuldi bankanum nettó fjárhæð. Þetta var niðurstaðan í hnotskurn, þó álitaefnin hafi verið fleiri og málið ekki einfalt,“ segir Gísli meðal annars í svari sínu. Hann segir vert að benda á, í ljósi umfjöllunar sumra fjölmiðla, að honum sé til efs að margir einstaklingar hafi brugðist við eins og Hannes gerði í desember 2007, á ögurstundu í íslenska bankakerfinu. „Hann undirgekkst þarna háa persónulega ábyrgð, sem hann fylgdi eftir með veðsetningu eigna og háum peningagreiðslum til bankans,“ segir Gísli í svari sínu. Gísli segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin ennþá um hvort málinu verði áfrýjað. Frestur til þess er þrír mánuðir. Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Lögmaður Hannesar Smárasonar, Gísli Guðni Hall, segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á fimmtudag, þess efnis að Hannes skuli greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu, hvorki vera rökrétt né sanngjörn. Í svari við fyrirspurn Vísis um viðbrögð við dómnum segir Gísli að Hannes hafi í byrjun desember 2007 verið fenginn til að undirrita persónulega ábyrgð vegna eignarhaldsfélags síns, en hann hafi ekki verið í slíkri ábyrgð fyrir. Ábyrgðin hafi ekki staðið í tengslum við nýja lánveitingu, heldur var hún til tryggingar eldri skuldum. Eftir það hafi Hannes greitt persónulega í þremur áföngum alls 2 milljarða og 675 milljónir króna í peningum til bankans, eða hærri fjárhæð en heldur en nam ábyrgðarfjárhæðinni. Auk þess hafi hann lagt til veð. „ Enginn ágreiningur var um greiðslurnar sem slíkar, en deilan stendur um gildi ábyrgðarinnar, fjárhæð, og hvort hún hafi verið gerð upp með greiðslunum frá Hannesi og hann eigi þannig inni hjá bankanum. Dómurinn féllst á að tvær greiðslur hafi tengst ábyrgðinni, annars vegar kr. 300.000.000 og hins vegar kr. 875.000.000, báðar inntar af hendi í mars 2008 en taldi að þriðja greiðslan, að fjárhæð kr. 1.500.000.000, um miðjan desember 2007, hafi verið ótengd. Þetta leiðir til þeirrar niðurstöðu dómsins að Hannes skuldi bankanum nettó fjárhæð. Þetta var niðurstaðan í hnotskurn, þó álitaefnin hafi verið fleiri og málið ekki einfalt,“ segir Gísli meðal annars í svari sínu. Hann segir vert að benda á, í ljósi umfjöllunar sumra fjölmiðla, að honum sé til efs að margir einstaklingar hafi brugðist við eins og Hannes gerði í desember 2007, á ögurstundu í íslenska bankakerfinu. „Hann undirgekkst þarna háa persónulega ábyrgð, sem hann fylgdi eftir með veðsetningu eigna og háum peningagreiðslum til bankans,“ segir Gísli í svari sínu. Gísli segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin ennþá um hvort málinu verði áfrýjað. Frestur til þess er þrír mánuðir.
Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira