Al Thani greiddi þrotabúi Kaupþings 3,5 milljarða Hjörtur Hjartarson skrifar 4. nóvember 2013 14:27 Hreiðar Már svaraði spurningum saksóknara. Mynd/Daníel Þriggja tíma skýrslutöku yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur nú á öðrum tímanum. Aðalmeðferð í Al Thani málinu svokallaða hófst í morgun, en ásamt Hreiðari eru Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir meðal annars markaðsmisnotkun. Áætlað var að ljúka skýrslutöku yfir fjórmenningunum í dag en ljóst þykir að ekki gefst tími til þess. Meðal þess sem saksóknari spurði Hreiðar Má var hvers vegna 13 milljarða króna lán til Gerland, félags Ólafs Ólafssonar, fór ekki fyrir lánanefnd auk þess sem önnur vandkvæði voru við afgreiðslu lánsins. Hreiðar Már sagði ástæðuna vera þá að þeir starfsmenn sem komu að afgreiðslu lánsins hafi einfaldlega gert mistök. Sjálfur hafi hann ekki gefið nein fyrirmæli um að lánið yrði afgreitt með þeim hætti. Þá var Hreiðar spurður hvort hann hafi gefið þau fyrirmæli að aðkomu Ólafs að viðskiptunum við Al Thani færu leynt, því hafnaði hann.Staða Kaupþings betri vegna viðskipta bankans við Al Thani Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, fór ítarlega yfir alla ákæruliðina yfir Hreiðari sem svaraði spurningum hans í rúmlega tvær klukkustundir. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Fram kom hinsvegar í framburði Hreiðars í morgun að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Skömmu síðar krafðist Hreiðar einnig svara hjá saksóknara um hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að ákæran gegn honum væri röng. Margítrekaði Hreiðar spurningu sína án þess að saksóknari svaraði. Á endanum benti dómari Hreiðari á að hans hlutverk væri að svara spurningum saksóknara en ekki öfugt. Skýrslutakan yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnaformanns Kaupþings, er nú hafin. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Þriggja tíma skýrslutöku yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur nú á öðrum tímanum. Aðalmeðferð í Al Thani málinu svokallaða hófst í morgun, en ásamt Hreiðari eru Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir meðal annars markaðsmisnotkun. Áætlað var að ljúka skýrslutöku yfir fjórmenningunum í dag en ljóst þykir að ekki gefst tími til þess. Meðal þess sem saksóknari spurði Hreiðar Má var hvers vegna 13 milljarða króna lán til Gerland, félags Ólafs Ólafssonar, fór ekki fyrir lánanefnd auk þess sem önnur vandkvæði voru við afgreiðslu lánsins. Hreiðar Már sagði ástæðuna vera þá að þeir starfsmenn sem komu að afgreiðslu lánsins hafi einfaldlega gert mistök. Sjálfur hafi hann ekki gefið nein fyrirmæli um að lánið yrði afgreitt með þeim hætti. Þá var Hreiðar spurður hvort hann hafi gefið þau fyrirmæli að aðkomu Ólafs að viðskiptunum við Al Thani færu leynt, því hafnaði hann.Staða Kaupþings betri vegna viðskipta bankans við Al Thani Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, fór ítarlega yfir alla ákæruliðina yfir Hreiðari sem svaraði spurningum hans í rúmlega tvær klukkustundir. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Fram kom hinsvegar í framburði Hreiðars í morgun að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Skömmu síðar krafðist Hreiðar einnig svara hjá saksóknara um hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að ákæran gegn honum væri röng. Margítrekaði Hreiðar spurningu sína án þess að saksóknari svaraði. Á endanum benti dómari Hreiðari á að hans hlutverk væri að svara spurningum saksóknara en ekki öfugt. Skýrslutakan yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnaformanns Kaupþings, er nú hafin.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52