Lífið

Scherzinger og Hamilton saman á ný

Nicole Scherzinger og Lewis Hamilton saman á ný
Nicole Scherzinger og Lewis Hamilton saman á ný nordicphotos/getty
Söngkonan Nicole Scherzinger og Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton, eru byrjuð saman á ný. Parið hætti saman síðastliðið sumar, eftir fimm ára samband.

Scherzinger sem er 35 ára gömul, vill geta eytt meiri tíma með hinum 28 ára gamla Hamilton og hefur hún því sagt skilið við X-factor dómarasætið sökum þess.

Þegar söngkonan hættir sem dómari í X-factor, geta þau eytt meiri tíma saman. Ein af upphaflegu ástæðum skilnaðar þeirra var tímaskortur beggja aðila. Bæði voru þau mjög upptekin af sínum frama þegar þau voru síðast saman, en nú ætlar Scerzinger að hægja aðeins á sér svo hún geti eytt meiri tíma með Hamilton sínum.

Talið er að þau hafi verið að hittast í leyni í einhvern tíma. Samkvæmt heimildarmanni töluðu þau mikið saman í síma þegar Hamilton heimsótti foreldra sína í Hertfordshire fyrir skömmu. Þá áttu þau að hafa tjáð ást sína á hvoru öðru þegar þú töluðust saman í síma á því tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.