Lífið

Tori Spelling orðin blönk

Leikkonan Tori Spelling og eiginmaður hennar, Dean McDermott, ásamt börnum sínum.
Leikkonan Tori Spelling og eiginmaður hennar, Dean McDermott, ásamt börnum sínum. Nordicphotos/getty
Leikkonan Tori Spelling og eiginmaður hennar, Dean McDermott, eiga í miklum fjárhagserfiðleikum. Í viðtali við Daily Mail segist leikkonan, sem sló í gegn sem Donna Martin í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratug síðustu aldar, að vandamálið megi rekja til ofneyslu hennar sjálfrar.

„Það er ekkert leyndarmál. Ég ólst upp við mikið ríkidæmi, ég þekkti aldrei neitt annað. Meira að segja þegar ég hef reyny að lifa spart get ég ekki sleppt því að eyða um of. Og svo er það kaupsýki mín, ég kaupi alltof mikið af leikföngum, fötum og öðru handa börnunum mínum,“ sagði leikkonan.

Spelling, sem er dóttir framleiðandans Aaron Spelling, og McDermott eiga saman fjögur börn á aldrinum eins til sex ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.