Lífið

Jamie Dornan leikur Christian Grey í Fifty Shades of Grey

Jamie Dornan
Jamie Dornan AFP/NordicPhotos
Í stað Charlie Hunnams kemur norður-írski leikarinn Jamie Dornan með að leika hlutverk Christians Grey í Fifty Shades of Grey. 

Dornan er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Graham Humbert í sjónvarpsþáttaröðinni Once Upon a Time.

Þá lék hann lítið hlutverk í kvikmyndinni Marie Antoinette í leikstjórn Sofia Coppola. Hann hefur einnig tekið að sér fyrirsætustörf, meðal annars fyrir Calvin Klein, Christian Dior og Armani. 



Charlie Hunnam átti að leika á móti Dakota Johnson í kvikmyndaaðlögun bókarinnar 50 Shades of Grey eftir E L James.

Leikstjóri myndarinnar er Sam Taylor-Johnson.

Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs þótti Hunnam athyglin sem hann hlaut fyrir að taka að sér hlutverkið yfirþyrmandi. Universal Pictures, sem framleiða myndina, þurftu meðal annars að ráða lífverði fyrir Hunnam á frumsýningu á Sons of Anarchy í síðasta mánuði þar sem spurningar um væntanlegt hlutverk hans sem Christian Grey dundu á leikaranum.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.