Lífið

Friðrik Ómar með eigin sjónvarpsþátt

Ellý Ármanns skrifar
Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari er byrjaður með vikulegan sjónvarpsþátt á norðlensku sjónvarpsstöðinni N4.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á dagskrárgerð, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Ég vann við útvarp frá árinu 2000 til 2005 bæði á Akureyri og síðan hjá 365 miðlum á Bylgunni og Létt 96,7," segir Friðrik Ómar.

Hvernig þáttur er þetta? „Þátturinn er fyrsti þáttur N4 úr höfuðborginni. Ég er vikulega á dagskrá alla miðvikudaga klukkan 18:30 og endursýndur á klukkutíma fresti sólarhringinn á eftir. Þátturinn fjallar um fólkið í borginni og er hálftíma langur."

„Þátturinn er mjög blandaður en uppistaðan er fólk eins og ég og þú. Þátturinn er og verður alþýðlegur. Svo auðvitað, eins og gefur að skilja verður eitthvað um tónlistartengt efni," segir hann. 

„N4 er sjónvarpsstöð sem gerð er út frá Akureyri. Ég hef þó nokkuð unnið með því góða fólki og kann afskaplega vel við vinnuaðferðir þeirra og hugsjón. Stöðin er frábær og góð afþreying frá öllum skarkalanum."

N4 á Facebook

Hér má sjá Friðrik Ómar ásamt Regínu Ósk flytja lagið This is my life í Eurovision 2008 í Serbíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.