Lífið

Óskar Þór leikstýrir bandarískri spennumynd

Vísir/Daníel Rúnarsson
Vefurinn Deadline greinir frá því í gær að Óskar Þór Axelsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Svartur á leik, kemur til með að leikstýra kvikmyndinni Point of Violence fyrir fyrirtækið Millennium Films.

Myndin er spennumynd sem segir frá leigumorðingja sem fær það verkefni að myrða konu. Þá kemur í ljós að konan er fyrrum ástkona leigumorðingjans. Tökur hefjast snemma á næsta ári.

Óskar Þór er einnig orðaður við kvikmyndina The Key Man í framleiðslu QED og Open Road Films og kvikmyndina Garden District í framleiðslu Dimension.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.