Lífið

Barmageddon hefur göngu sína

María Lilja Þrastardóttir og Sunna Ben
María Lilja Þrastardóttir og Sunna Ben Mynd/María Rut Kristinsdóttir
Útvarpsþátturinn Barmageddon hefur göngu sína á X-inu 97,7 í kvöld klukkan níu. Þátturinn er í stjórn þeirra Maríu Lilju Þrastardóttur og Sunnu Ben, en þetta er frumraun þeirra í útvarpsþáttagerð.

Að sögn Maríu einblína þættirnir á hlut kvenna innan mismunandi tónlistarstefna.

„Það er svo margar góðar tónlistarkonur til sem hafa ekki notið sviðsljóssins þar sem tónlistarbransinn er afar karllægur,“ segir María Lilja.

„Þannig að við ætlum bara að redda því!“ segir María Lilja, létt í bragði.

Í þætti kvöldsins taka þær stöllur fyrir metalsenuna.

„Sunna var svo innblásin af kvikmyndinni Málmhaus eftir Ragnar Bragason, að við ákváðum að hefja leikinn í kvenna-metalsenunni,“ segir María.

Þátturinn hefst klukkan níu á X-inu, eins og áður kom fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.