Lífið

Kate Winslet: Börnin eru alltaf hjá mér

Kate Winslet ræddi móðurhlutverki í nýju viðtali við Vogue.
Kate Winslet ræddi móðurhlutverki í nýju viðtali við Vogue. Nordicphotos/getty
„Fólk segir: „Guð minn góður! Aumingja börnin, þau hljóta að hafa gengið í gegnum svo margt.“ Segir hver? Þau eru alltaf hjá mér,“ sagði leikkonan Kate Winslet í nýju viðtali við Vogue. Þar ræddi hún meðal annars um móðurhlutverkið, en leikkonan á tvö börn.

„Börnin mín flakka ekki á milli mín og pabba sinna – þau búa hjá mér. Þannig er það,“ sagði hún einnig.

Winslet á tvö börn, dótturina Miu Honey með leikstjóranum Jim Threapleton, og soninn Joe Alfie með leikstjóranum Sam Mendes. Winslet á von á sínu þriðja barni með þriðja eiginmanni sínum, Ned Rocknroll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.