Kaffitár í samstarf við Söguhring kvenna Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 16. október 2013 22:54 Það er von á nýju kaffipakkningunum frá Kaffitár eftir áramót. "Þetta var auðvitað rosalega gaman að sjá hvernig listasköpun skapar gleði og tengingar á milli þeirra sem taka þátt. Sköpun er leið til að tengja saman ólíka menningarheima.“ mynd/Flor Silva Kaffitár fékk til liðs við sig íslenskar og erlendar konur sem eru meðlimir í Söguhring kvenna, til þess að hanna nýjar umbúðir á kaffipakkningar fyrir fyrirtækið. Söguhringurinn (e. The Women's Story Circle) er samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Borgarbókasafnsins, verkefnið hefur verið í gangi síðustu fimm ár. Kristín R. Vilhjálmsdóttir sem er verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni, segir að auglýsingastofan sem sér um hönnun fyrir Kaffitár hafi haft samband við sig síðasta vor til að athuga hvort Söguhringurinn væri til í að vinna að hönnun kaffipakka. „Þau höfðu séð listaverk sem Söguhringurinn gerði 2011. Það verk var gjöf til Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og er orðið tákn fyrir fjölmenningu í Reykjavík. Listaverkið sýnir kort af Reykjavík og er með persónulegum táknum þeirra kvenna sem tóku þátt í að búa það til,“ segir Kristín. Kristín ákvað eftir að hafa ráðfært sig við Lilianne Vorstenbosch, myndlistakennara sem var leiðbeinandi við gerð fyrra verksins, að slá til. Konurnar byrjuðu á verkinu um miðjan ágúst og því var lokið um miðjan september. Listaverkið er Íslandskort með táknum kvennanna. Sum táknin eru persónuleg, sum tengjast heimalandi kvennanna en önnur Íslandi. Margar þessa kvenna hafa búið lengi á Íslandi og því er það þeim efst í huga. „Þetta eru allskonar tákn, blóm, dýr, kaffibollar og hvað sem hverri dettur í hug. Það má segja að með þessu verki sé heimsmenningin komin á landakortið,“ segir Kristín. Listaverkið hangir við Kaffitár á Þjóðminjasafni Íslands. Kaffitár gaf Söguhringnum styrk í staðinn fyrir vinnuna og hann verður nýttur í áframhaldandi starf Söguhringsins. „Á næstunni ætlum við að leggja áherslu á leiklist.“ Það er von á nýju kaffipakkningunum frá Kaffitár eftir áramót. „Þetta var auðvitað rosalega gaman að sjá hvernig listasköpun skapar gleði og tengingar á milli þeirra sem taka þátt. Sköpun er leið til að tengja saman ólíka menningarheima.“ "Þetta er ótrúlega flott framlag allra þeirra sem tóku þátt, konurnar lögðu allar sitt að mörkum til að gera þetta sem fallegast og allar konurnar eru með áhugaverða og persónulega sögu á bak við sitt tákn," segir Kristín. Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Kaffitár fékk til liðs við sig íslenskar og erlendar konur sem eru meðlimir í Söguhring kvenna, til þess að hanna nýjar umbúðir á kaffipakkningar fyrir fyrirtækið. Söguhringurinn (e. The Women's Story Circle) er samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Borgarbókasafnsins, verkefnið hefur verið í gangi síðustu fimm ár. Kristín R. Vilhjálmsdóttir sem er verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni, segir að auglýsingastofan sem sér um hönnun fyrir Kaffitár hafi haft samband við sig síðasta vor til að athuga hvort Söguhringurinn væri til í að vinna að hönnun kaffipakka. „Þau höfðu séð listaverk sem Söguhringurinn gerði 2011. Það verk var gjöf til Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og er orðið tákn fyrir fjölmenningu í Reykjavík. Listaverkið sýnir kort af Reykjavík og er með persónulegum táknum þeirra kvenna sem tóku þátt í að búa það til,“ segir Kristín. Kristín ákvað eftir að hafa ráðfært sig við Lilianne Vorstenbosch, myndlistakennara sem var leiðbeinandi við gerð fyrra verksins, að slá til. Konurnar byrjuðu á verkinu um miðjan ágúst og því var lokið um miðjan september. Listaverkið er Íslandskort með táknum kvennanna. Sum táknin eru persónuleg, sum tengjast heimalandi kvennanna en önnur Íslandi. Margar þessa kvenna hafa búið lengi á Íslandi og því er það þeim efst í huga. „Þetta eru allskonar tákn, blóm, dýr, kaffibollar og hvað sem hverri dettur í hug. Það má segja að með þessu verki sé heimsmenningin komin á landakortið,“ segir Kristín. Listaverkið hangir við Kaffitár á Þjóðminjasafni Íslands. Kaffitár gaf Söguhringnum styrk í staðinn fyrir vinnuna og hann verður nýttur í áframhaldandi starf Söguhringsins. „Á næstunni ætlum við að leggja áherslu á leiklist.“ Það er von á nýju kaffipakkningunum frá Kaffitár eftir áramót. „Þetta var auðvitað rosalega gaman að sjá hvernig listasköpun skapar gleði og tengingar á milli þeirra sem taka þátt. Sköpun er leið til að tengja saman ólíka menningarheima.“ "Þetta er ótrúlega flott framlag allra þeirra sem tóku þátt, konurnar lögðu allar sitt að mörkum til að gera þetta sem fallegast og allar konurnar eru með áhugaverða og persónulega sögu á bak við sitt tákn," segir Kristín.
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira