Viðskipti innlent

Baltasar og Universal með nýja mynd

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Daníel
Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Universal Pictures hefur tryggt sér kauprétt að Filipeysku hasarmyndinni On the Job og mun Baltasar Kormákur leikstýra endurgerðinni og skrifa handritið. Frá þessu er sagt á vef Variety. RVK Studios verður eitt af framleiðslufyrirtækjum myndarinnar.

On the Job er byggð á raunverulegum atburðum úr sögu Filipseyja þar sem fangar eru leystir úr haldi tímabundið, til að starfa sem leigumorðingjar fyrir stjórnmálamenn og háttsetta herforingja.

Universal og Baltasar hafi þegar náð góðum hagnaði af kvikmyndunum Contraband og 2 guns. Variety segir það að láta Baltasar og Scott Stuber, sem mun framleiða myndina, vinna saman gæti leytt til enn betri niðurstöðu fyrir kvikmyndafyrirtækið.


Tengdar fréttir

Söðlar um með RVK Studios

Baltasar Kormákur hefur endurreist framleiðslufyrirtæki sitt undir nafninu RVK Studios og hyggst veita sjónvarps- og kvikmyndagerðarfólki þjónustu í innlendum jafnt sem erlendum verkefnum.

2 Guns vinsælust á Íslandi

Sýningar á 2 Guns, nýjustu Hollywood-mynd Baltasars Kormáks, hófust með látum hérlendis fyrir helgi, því um frumsýningarhelgina þyrptust 6.500 manns á hana í bíó. Alls halaði myndin inn 8,3 milljónir króna um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×