Michael Jordan: Ég hefði unnið LeBron James Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2013 23:30 Michael Jordan. Mynd/AFP Michael Jordan er að flestra mati besti körfuboltamaður allra tíma en hann fór á kostum í NBA-deildinni á níunda og tíunda áratugnum og vann meðal annars sex meistaratitla með Chicago Bulls. Michael Jordan sem er orðinn fimmtugur í dag lét athyglisverð ummæli frá sér þegar hann kynnti til leiks nýja NBA-leikinn, NBA 2K14. MJ er viss að hann hefði unnið LeBron James þegar hann var upp á sitt besta. Jordan talaði um að það væru margir leikmenn sem hann hefði viljað mæta einn á móti einum, menn eins og Jerry West, Elgin Baylor, Julius Erving, Carmelo Anthony, Dwyane Wade, Kobe Bryant og LeBron James. „Ég held að ég hefði ekki tapað fyrir neinum þeirra," sagði Michael Jordan en bætti svo við: „Nema kannski á móti Kobe Bryant af því hann er búinn að stela öllum hreyfingunum mínum," sagði Michael Jordan í kynningarmyndbandi fyrir þennan vinsæla NBA-leik. Ummælin voru að sjálfsögðu borin undir LeBron James. „Sagði MJ þetta?," svaraði LeBron James og hann viðurkenndi fúslega að hafa hugsað um hvernig honum hefði gengið á móti Michael Jordan. „Ég hef hugsað um að mæta Jordan. Það mun samt enginn sjá slíkan leik því við munum aldrei mætast. Það er samt gaman fyrir fólk að tala um þetta," sagði LeBron James en hann var valinn besti leikmaður NBA í fjórða sinn á síðustu leiktíð. Jordan var fimm sinnum kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og hefur auk þess fjóra fleiri meistaratitla en James. James er þó líklegur til að bæta við titlum á næstu árum. Jordan var talsvert minni og léttari en James sem hefði örugglega háð honum í leiknum á móti James. Jordan var með 30,1 stig, 6,2 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik á sínum ferli en James er með meðaltöl upp á 25,1 stig, 6,6 fráköst og 6,0 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá tvær samantektir frá mögnuðum ferli Michael Jordan með Chicago Bulls liðinu. NBA Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Michael Jordan er að flestra mati besti körfuboltamaður allra tíma en hann fór á kostum í NBA-deildinni á níunda og tíunda áratugnum og vann meðal annars sex meistaratitla með Chicago Bulls. Michael Jordan sem er orðinn fimmtugur í dag lét athyglisverð ummæli frá sér þegar hann kynnti til leiks nýja NBA-leikinn, NBA 2K14. MJ er viss að hann hefði unnið LeBron James þegar hann var upp á sitt besta. Jordan talaði um að það væru margir leikmenn sem hann hefði viljað mæta einn á móti einum, menn eins og Jerry West, Elgin Baylor, Julius Erving, Carmelo Anthony, Dwyane Wade, Kobe Bryant og LeBron James. „Ég held að ég hefði ekki tapað fyrir neinum þeirra," sagði Michael Jordan en bætti svo við: „Nema kannski á móti Kobe Bryant af því hann er búinn að stela öllum hreyfingunum mínum," sagði Michael Jordan í kynningarmyndbandi fyrir þennan vinsæla NBA-leik. Ummælin voru að sjálfsögðu borin undir LeBron James. „Sagði MJ þetta?," svaraði LeBron James og hann viðurkenndi fúslega að hafa hugsað um hvernig honum hefði gengið á móti Michael Jordan. „Ég hef hugsað um að mæta Jordan. Það mun samt enginn sjá slíkan leik því við munum aldrei mætast. Það er samt gaman fyrir fólk að tala um þetta," sagði LeBron James en hann var valinn besti leikmaður NBA í fjórða sinn á síðustu leiktíð. Jordan var fimm sinnum kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og hefur auk þess fjóra fleiri meistaratitla en James. James er þó líklegur til að bæta við titlum á næstu árum. Jordan var talsvert minni og léttari en James sem hefði örugglega háð honum í leiknum á móti James. Jordan var með 30,1 stig, 6,2 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik á sínum ferli en James er með meðaltöl upp á 25,1 stig, 6,6 fráköst og 6,0 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá tvær samantektir frá mögnuðum ferli Michael Jordan með Chicago Bulls liðinu.
NBA Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira