Þannig hljóðar saga Brandon Todd sem er líklega einn lágvaxnasti maður sem tekist hefur að troða körfubolta. Todd er 165 cm á hæð. Til samanburðar hefur löngum þótt afar merkilegt að körfuboltamaðurinn Spud Webb gat troðið. Webb, sem spilaði lengi í NBA-deildinni, er 170 cm á hæð.
„Ég vil að krakkar átti sig á því að þeir geta troðið og orðið bestir í liðinu jafnvel þótt þeir séu litlir. Ekki afskrifa neinn vegna hæðarinnar,“ segir Todd sem leitaði í smiðju kraftlyftinga til þess að auka stökkkraft sinn til muna.
„Mér finnst frábært að geta sagt hæ við einhvern strák fyrir framan tölvuna. Í eina sekúndu fær hann kannski trú á því að hann geti það líka. Það dugar.“
Myndbandið má sjá hér að neðan.