Handbolti

Dujshebaev að taka við HC Vardar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Talant Dujshebaev
Talant Dujshebaev nordicphotos / getty
Zoran Kastratovic var rekinn sem þjálfari HC Vardar fyrr í dag en hann hafði aðeins verið með liðið í þrjá mánuði.

Nú er hinn margreyndi Talant Dujshebaev orðaður við makedónska liðið en hann var áður með Atletíco Madrid sem varð gjaldþorta í vor.

Dujshebaev þjálfaði Ólaf Stefánsson lengi vel hjá Ciudal Real.

Alex Dujshebaev leikur í dag með Vardar og gæti faðir hans tekið við liðinu á næstu dögum.

Liðið mætir PSG í Meistaradeild Evrópu um næstu helgi en með því liði leika þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×