Handbolti

Bjarki Már markahæstur Íslendinganna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarki Már í hraðaupphlaupi með HK.
Bjarki Már í hraðaupphlaupi með HK. Mynd/Stefán
Bjarki Már Elísson, hornamaður Eisenach, er markahæsti íslenski leikmaðurinn í efstu deild þýska handboltans að loknum átta umferðum.

Bjarki Már, sem er í 25. sæti yfir markahæstu menn, hefur skorað 35 mörk í leikjunum átta en hann er á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Eisenach er auk þess nýliði í deildinni en Hannes Jón Jónsson spilar með liðin auk þess sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar það.

Guðjón Valur Sigurðsson hjá Kiel er næstur með 26 mörk, Oddur Gretarsson hjá Emsdetten með 21, Ólafur Bjarki liðsfélagi hans með 20, Hannes Jón Jónsson með 17 og Arnór Þór Gunnarsson með 16.

Michael Allendorf hjá Melsungen er markahæstur í deildinni með 62 mörk. Næstur kemur Marko Vujin hjá Kiel með 60 mörk og Robert Weber hjá Magdeburg er þriðji með 56 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×