Lífið

Helga Möller syngur inn jólin í hátíðarsiglingu

Helga Möller.
Helga Möller.
"Þetta er svona ný útfærsla af jóladinner. Þetta er hátíðarsigling frá Reykjavíkurhöfn inn í Faxaflóa með Helgu Möller sem verður skemmtanastjóri og syngur jólalög," segir Ylfa Helgadóttir yfirkokkur, liðsmaður í kokkalandsliðinu og einn af eigendum veitingahússins Kopar sem býður upp á þessa skemmtilegu nýjung í jólahlaðborði á Íslandi sem ber yfirskriftina Jóla Dinner Cruise.

Siglingin stendur yfir í um þrjá tíma í lúxusbátnum Andreu, þar sem ógleymanlegt kvöld bíður gesta að sögn Ylfu. Það er veitingastaðurinn Kopar og afþreyingarfyrirtækið Special Tours sem hafa nú sett upp jólasiglinguna í samstarfi við glaðlyndu söngdívuna Helgu Möller, sem sér um að öllum líði sem best með spjalli og söng. 

Matseðillinn.
Í boði er einstakur fjögurra rétta matseðill, hannaður af Ylfu. Kvöldin hefjast á fordrykk með jóla-ívafi að hætti Kopar. 

Verðið er 11.900 krónur per mann en kostar út október aðeins 9.900 krónur. Innifalið er fordrykkur, 4 rétta lúxusmáltíð, sigling um sundin, lifandi tónlist og skemmtun. Nánari upplýsingar groups@specialtours.is eða í síma: 5608800.

Kopar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.