Talsmaður CNN sagði í viðtali við Politico, bandarískan fjölmiðil sem einblínir á fréttir úr pólítík að leikstjóri myndarinnar Charles Ferguson væri hættur.
„Við ætlum ekki að leita að nýjum leikstjóra og komum ekki til með að halda áfram að vinna að framleiðslu myndarinnar.“
Ferguson skrifaði blogg á vefsíðu Huffington Post í dag, þar sem hann sagði að pressa frá stuðningsmönnum Clintons - og frá Repúblikana-flokknum - hefði orðið til þess að mörg viðföng hans í myndinni, viðtalsefni og heimildamenn, hefðu hætt við að koma fram í myndinni.
Hann skrifar meðal annars:
„Þegar ég nálgaðist fólk og bað um viðtöl, fann ég að enginn og ég meina enginn, var tilbúinn að hjálpa mér í því að búa til þessa mynd. Ekki Demókratar, ekki Repúblikanar - og sérstaklega ekki þeir sem vinna með Clinton-hjónunum eða þá sem langar til að vinna með þeim.“