Handbolti

Róbert og félagar með sigur á Dinamo Minsk í Meistaradeildinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik með PSG
Róbert Gunnarsson í leik með PSG mynd / getty images
PSG Handball vann flottan sigur á HC Dinamo Minsk, 34-30, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í dag en leikurinn fór fram í París.

Luc Abalo gerði átta mörk fyrir PSG í leiknum en Róbert Gunnarsson var með eitt af línunni fyrir franska liðið.

Croatia Zagreb bar sigur úr býtum gegn Celje Pivovarna Lasko 24-21 en Stripe Mandalinic gerði sjö mörk fyrir heimamenn í Zagreb í leiknum.

Skopje og Barcelona gerðu jafntefli 29-29 í Skopje. Timur Dibirov gerði átta mörk fyrir heimamenn í leiknum og það sama má segja um Rutenka hjá Barcelona.

Öll úrslit dagsins:  

Croatia Zagreb  24-21  Celje Pivovarna Lasko

PSG Handball  34-30  HC Dinamo Minsk

Skopje  29-29  FC Barcelona

Wacker Thun  22-23  HC Metalurg

Gorenje Velenje  35-33  HK DROTT Halmstad

Naturhouse La Rioja  24-33  HSV Hamburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×