Nýtt íslenskt forrit fær skrifstofufólkið til að teygja á Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2013 18:45 Ágúst Ævar Guðbjörnsson, Daníel Brandur Sigurgeirsson og Þórdís Filipsdóttir standa að baki SitStretch-forritinu Aðsend mynd Þrír frumkvöðlar, Ágúst Ævar Guðbjörnsson, Þórdís Filipsdóttir og Daníel Brandur Sigurgeirsson, stofnuðu fyrirtæki og hönnuðu forrit sem fær skrifstofufólk sem vinnur langa vinnudaga fyrir framan tölvuna til að gera æfingar og teygja á stífum vöðvum. Þórdís og Daníel fengu þessa hugmynd fyrir nokkru og tóku þátt í Gullegginu, frumkvöðlakeppni íslenskra háskólanemenda og nýútskrifaðra. Þar lentu þau í tíunda sæti. Nýlega bættist Ágúst Ævar í hópinn og hópurinn ákvað að láta hugmyndina verða að veruleika. Úr hugmyndavinnunni varð forritið SitStretch til sem notandinn borgar eingöngu einu sinni fyrir og er verðið á því aðeins rétt rúmar sex hundruð krónur. Hægt er að nálgast forritið á heimasíðu SitStretch. „Fólk situr mikið og vinnur við tölvu getur fundið fyrir stífleika, vöðvabólgu og ýmis konar líkamlegum kvillum. Við vildum leysa þetta vanamál með því að láta kyrrsetufólk gera fjölbreyttar, stuttar og hnitmiðaðar æfingar yfir daginn. Maður getur annað hvort valið að hafa áminningu og þá opnast reglulega lítill gluggi á tölvuskjánum sem býður þér að opna myndband með teygjuæfingum sem taka bara örstutta stund. Einnig er hægt að opna forritið þegar manni hentar, valið svæði sem maður vill teygja á og fengið æfingar í myndbandi fyrir það svæði,“ segir Ágúst. Þórdís Filipsdóttir er einkaþjálfari og Qi-gong þjálfari og hannaði æfingarnar fyrir kerfið. Ágúst er hönnuður kerfisins og Daníel Brandur er forritarinn. Þessa dagana er forritið aukavinna hjá öllum í hópnum en þau stefna á erlendan markað og stór fyrirtæki. „Við erum ekki komin langt í sölupælingum og markaðssetningu. Íslenskur markaður er lítill fyrir svo ódýrt forrit þannig að við verðum að stefna út fyrir landsteinana. Framtíðarsýnin er til dæmis að koma þessu inn í flugvélar sem eru á langri leið, þar sem farþegar þurfa að muna eftir að liðka sig og teygja,“ segir Ágúst. Vigdís Finnbogadóttir og Björn Bjarnason eru meðal þeirra sem hafa prófað forritið fyrir fyrirtækið og eru umsagnirnar sem finna má á heimasíðu SitStretch ekki af verri endanum. „Ég var fullur efasemda þegar ég var beðinn um að prófa forritið því að ég trúði ekki að einstaka teygjur gætu gert eitthvað gagn. Eftir að hafa notað forritið í nokkra mánuði tók ég þó eftir mun minni stífleika í líkamanum og mér fannst ánægjulegt að vinna mín væri brotin upp reglulega með æfingum, að ég væri meðvitaður um stöðu mína og öndun," segir Björn Bjarnason meðal annars í ummælum sínum. SitStretch from SitStretch on Vimeo. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Þrír frumkvöðlar, Ágúst Ævar Guðbjörnsson, Þórdís Filipsdóttir og Daníel Brandur Sigurgeirsson, stofnuðu fyrirtæki og hönnuðu forrit sem fær skrifstofufólk sem vinnur langa vinnudaga fyrir framan tölvuna til að gera æfingar og teygja á stífum vöðvum. Þórdís og Daníel fengu þessa hugmynd fyrir nokkru og tóku þátt í Gullegginu, frumkvöðlakeppni íslenskra háskólanemenda og nýútskrifaðra. Þar lentu þau í tíunda sæti. Nýlega bættist Ágúst Ævar í hópinn og hópurinn ákvað að láta hugmyndina verða að veruleika. Úr hugmyndavinnunni varð forritið SitStretch til sem notandinn borgar eingöngu einu sinni fyrir og er verðið á því aðeins rétt rúmar sex hundruð krónur. Hægt er að nálgast forritið á heimasíðu SitStretch. „Fólk situr mikið og vinnur við tölvu getur fundið fyrir stífleika, vöðvabólgu og ýmis konar líkamlegum kvillum. Við vildum leysa þetta vanamál með því að láta kyrrsetufólk gera fjölbreyttar, stuttar og hnitmiðaðar æfingar yfir daginn. Maður getur annað hvort valið að hafa áminningu og þá opnast reglulega lítill gluggi á tölvuskjánum sem býður þér að opna myndband með teygjuæfingum sem taka bara örstutta stund. Einnig er hægt að opna forritið þegar manni hentar, valið svæði sem maður vill teygja á og fengið æfingar í myndbandi fyrir það svæði,“ segir Ágúst. Þórdís Filipsdóttir er einkaþjálfari og Qi-gong þjálfari og hannaði æfingarnar fyrir kerfið. Ágúst er hönnuður kerfisins og Daníel Brandur er forritarinn. Þessa dagana er forritið aukavinna hjá öllum í hópnum en þau stefna á erlendan markað og stór fyrirtæki. „Við erum ekki komin langt í sölupælingum og markaðssetningu. Íslenskur markaður er lítill fyrir svo ódýrt forrit þannig að við verðum að stefna út fyrir landsteinana. Framtíðarsýnin er til dæmis að koma þessu inn í flugvélar sem eru á langri leið, þar sem farþegar þurfa að muna eftir að liðka sig og teygja,“ segir Ágúst. Vigdís Finnbogadóttir og Björn Bjarnason eru meðal þeirra sem hafa prófað forritið fyrir fyrirtækið og eru umsagnirnar sem finna má á heimasíðu SitStretch ekki af verri endanum. „Ég var fullur efasemda þegar ég var beðinn um að prófa forritið því að ég trúði ekki að einstaka teygjur gætu gert eitthvað gagn. Eftir að hafa notað forritið í nokkra mánuði tók ég þó eftir mun minni stífleika í líkamanum og mér fannst ánægjulegt að vinna mín væri brotin upp reglulega með æfingum, að ég væri meðvitaður um stöðu mína og öndun," segir Björn Bjarnason meðal annars í ummælum sínum. SitStretch from SitStretch on Vimeo.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira