Erlent

Ástandið í Íran til athugunar

Gunnar Valþórsson skrifar
Javad Zarif ráðgerir að hitta John Kerry í vikunni.
Javad Zarif ráðgerir að hitta John Kerry í vikunni.
Utanríkisráðherra Írans ætlar að hitta fulltrúa frá sex stórum ríkjum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna síðar í vikunni til þess að ræða kjarnorkuáætlun Írana.

Á meðal þeirra sem ráðherrann, Javad Zarif mun hitta er John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Svo háttsettir menn þessara tveggja ríkja hafa ekki hist á fundi í rúma þrjá áratugi. Viðræðurnar munu fara fram á sama tíma og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman. Sáttatónn hefur verið í orðum Hassans Rouhani, nýs forseta Írans undanfarið og segist hann fara í viðræður án allra fyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×