Lífið

Yfir 90 skiptinemar gengu Fimmvörðuháls

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Skiptinemar sem stunda nám á Íslandi fóru í Þórsmörk og gengur Fimmvörðuháls.
Skiptinemar sem stunda nám á Íslandi fóru í Þórsmörk og gengur Fimmvörðuháls. Aðsend mynd
Síðustu helgi fóru hundrað háskólaskiptinemar í Þórsmörk með ESN Reykjavík sem eru hluti alþjóðlegra skiptinemasamtaka.

Upphaflega átti ferðin að vera í smærri kantinum en þegar byrjað var að bóka í ferðina var ljóst að áhuginn á ferðinni var gífurlegur.

Tvær fullar rútur af skiptinemum lögðu því af stað frá Háskóla Íslands og gengu nítíu manns upp Fimmvörðuhálsinn í veðri sem lék við mannskapinn.

ESN Reykjavík er félag skiptinema í háskólanámi á Íslandi og aðstoðar skiptinema við komuna til landsins, heldur utan um viðburði og myndar tengslanet milli skiptinemanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×