Segir gjaldeyrishöftin veita Landsbankanum skjól Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. september 2013 13:35 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Hætta er því að Landsbankinn fari í þrot ef ekki tekst að endursemja um þunga endurgreiðslubyrði af 290 milljarða króna skuldabréfi bankans við þrotabú gamla Landsbankans. Frá þessu var greint á fundi með kröfuhöfum í London. Bankastjórinn segir hins vegar enga hættu á slíku vegna gjaldeyrishaftanna. Landsbankinn hefur óskað eftir meiri tíma til að greiða niður jafnvirði 290 milljarða króna skuldabréfs við þrotabú gamla Landsbankans. Var þetta áréttað á sérstökum fundi í Lundúnum í gær með kröfuhöfum gamla bankans að því er fram kemur í breska dagblaðinu Guardian. Blaðið greinir frá því að samningamenn hafi greint frá því að Landsbankinn, sem er nær alfarið í eigu ríkissjóðs, færi í þrot ef þess yrði krafist að hann hæfi á næsta ári erfiða endurgreiðsluáætlun á skuldabréfinu, sem er í evrum.Endurgreiðslubyrðin of þungbær fyrir þjóðarbúið Seðlabanki Íslands hefur áður gefið út að endurgreiðslubyrði vegna skuldabréfsins sé of þungbær fyrir þjóðarbúið en sérfræðingar bankans hafa sagt að lengja þurfi í bréfinu eða endurfjármagna það. Umrætt skuldabréf var gefið út við endurreisn bankanna sumarið 2009 í samningum stjórnvalda og þrotabúa föllnu bankanna. Fréttastofan náði tali af Steinþór Pálssyni, bankastjóra Landsbankans nú í morgun.Er það rétt sem kemur fram í Guardian að ef ekki takist að semja um þessa þungu endurgreiðslubyrði af skuldabréfinu fari bankinn í þrot? „Nei, ég held að þarna sé eitthvað ofsagt. Við erum með gjaldeyrishöft í þessu landi og það verndar stöðuna. Við viljum hins vegar ekki treysta á gjaldeyrishöft til langs tíma. Við viljum leysa þetta mál og þess vegna áttum við þennan fund í London, til þess að fylgja eftir bréfi okkar frá 28. maí þar sem við óskuðum eftir formlegum viðræðum og breyta skilmálum bréfanna. Slíkar viðræður gætu leitt til ávinnings fyrir alla aðila. Kröfuhafarnir eru ekki að fá greitt út úr þrotabúi gamla Landsbankans og með því að semja þá geta þeir fengið greitt út og allir myndu vera betur settir á eftir,“ segir Steinþór.Vilja dreifa greiðslum yfir lengri tíma Fundurinn var með slitastjórn gamla Landsbankans og kröfuhafaráði þess banka. Eins og áður segir eiga afborganir af skuldabréfinu í erlendri mynt að hefjast á næsta ári. Steinþór segir að lausn gæti falist í því að dreifa afborgunum yfir lengri tíma.Hvað gerist ef ykkur tekst ekki að semja við þá? „Þá erum við í þeirri stöðu að það eru gjaldeyrishöft í þessu landi og þeir komast ekkert út með peningana. Þetta verður bara fast í einhverju hér heima. Við myndum þá borga gamla bankanum og gamli bankinn yrði fastur með peningana inni í landinu og þannig fjármagnar kerfið sig sjálft,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Hætta er því að Landsbankinn fari í þrot ef ekki tekst að endursemja um þunga endurgreiðslubyrði af 290 milljarða króna skuldabréfi bankans við þrotabú gamla Landsbankans. Frá þessu var greint á fundi með kröfuhöfum í London. Bankastjórinn segir hins vegar enga hættu á slíku vegna gjaldeyrishaftanna. Landsbankinn hefur óskað eftir meiri tíma til að greiða niður jafnvirði 290 milljarða króna skuldabréfs við þrotabú gamla Landsbankans. Var þetta áréttað á sérstökum fundi í Lundúnum í gær með kröfuhöfum gamla bankans að því er fram kemur í breska dagblaðinu Guardian. Blaðið greinir frá því að samningamenn hafi greint frá því að Landsbankinn, sem er nær alfarið í eigu ríkissjóðs, færi í þrot ef þess yrði krafist að hann hæfi á næsta ári erfiða endurgreiðsluáætlun á skuldabréfinu, sem er í evrum.Endurgreiðslubyrðin of þungbær fyrir þjóðarbúið Seðlabanki Íslands hefur áður gefið út að endurgreiðslubyrði vegna skuldabréfsins sé of þungbær fyrir þjóðarbúið en sérfræðingar bankans hafa sagt að lengja þurfi í bréfinu eða endurfjármagna það. Umrætt skuldabréf var gefið út við endurreisn bankanna sumarið 2009 í samningum stjórnvalda og þrotabúa föllnu bankanna. Fréttastofan náði tali af Steinþór Pálssyni, bankastjóra Landsbankans nú í morgun.Er það rétt sem kemur fram í Guardian að ef ekki takist að semja um þessa þungu endurgreiðslubyrði af skuldabréfinu fari bankinn í þrot? „Nei, ég held að þarna sé eitthvað ofsagt. Við erum með gjaldeyrishöft í þessu landi og það verndar stöðuna. Við viljum hins vegar ekki treysta á gjaldeyrishöft til langs tíma. Við viljum leysa þetta mál og þess vegna áttum við þennan fund í London, til þess að fylgja eftir bréfi okkar frá 28. maí þar sem við óskuðum eftir formlegum viðræðum og breyta skilmálum bréfanna. Slíkar viðræður gætu leitt til ávinnings fyrir alla aðila. Kröfuhafarnir eru ekki að fá greitt út úr þrotabúi gamla Landsbankans og með því að semja þá geta þeir fengið greitt út og allir myndu vera betur settir á eftir,“ segir Steinþór.Vilja dreifa greiðslum yfir lengri tíma Fundurinn var með slitastjórn gamla Landsbankans og kröfuhafaráði þess banka. Eins og áður segir eiga afborganir af skuldabréfinu í erlendri mynt að hefjast á næsta ári. Steinþór segir að lausn gæti falist í því að dreifa afborgunum yfir lengri tíma.Hvað gerist ef ykkur tekst ekki að semja við þá? „Þá erum við í þeirri stöðu að það eru gjaldeyrishöft í þessu landi og þeir komast ekkert út með peningana. Þetta verður bara fast í einhverju hér heima. Við myndum þá borga gamla bankanum og gamli bankinn yrði fastur með peningana inni í landinu og þannig fjármagnar kerfið sig sjálft,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira