Rannsókn á skipafélögunum gæti tekið mánuði Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. september 2013 14:09 Rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SE) á mögulegu ólöglegu samráði og hugsanlega misnotkun á markaðsráðandi stöðu hjá Eimskip, Samskip og ýmsum dótturfélögum, gæti tekið vikur og jafnvel mánuði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE, segir að ekki sé hægt að áætla á þessu stigi hversu langan tíma rannsóknin muni taka. Það ráðist af fjölmörgum þáttum í rekstri málsins. Samkeppniseftlitið gerði húsleit hjá Eimskip og Samskip, og einnig hjá dótturfyrirtækjum, í gær og tók afrit af gögnum sem gætu varpað ljósi á það hvort fyrirtækin hafi gerst brotleg við samkeppnislög. Páll Gunnar segir að SE hafði ákveðið að ráðst í aðgerðina eftir að hafa fengið sterkar vísbendingar um ólöglegt samráð. Páll Gunnar Pálsson „Nú tekur við að vinna úr gögnunum og það mun taka okkur nokkurn tíma,“ segir Páll Gunnar í samtali við Vísi. „Rannsókninni er ætlað að leiða í ljós hvort að vísbendingar um hugsanlegt ólöglegt samráð eigi við rök að styðjast. Það liggja til grundvallar vísbendingar sem leiddu til þess að við réðumst í þessa aðgerð.“ Páll Gunnar vildi ekki staðfesta hvenær rannsókn hefði hafist. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þá hefur SE undirbúið aðgerðirnar í um eitt ár hið minnsta sem ráðist var í hjá Eimskipi, Samskipum og dótturfélögum þeirra í gærmorgun. Starfsmenn SE hafa haft samband við fulltrúa samkeppnisaðila í geiranum til að afla gagna og upplýsinga um meint brot fyrirtækjanna og hófst sú eftirgrennslan sem áður segir fyrir um ári. Páll Gunnar vildi ekki tjá sig sérstaklega um samstarfsvilja fyrirtækjanna um að láta gögn af hendi en sagði að leyst hefði verið úr öllum málum hvað það varðaði. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SE) á mögulegu ólöglegu samráði og hugsanlega misnotkun á markaðsráðandi stöðu hjá Eimskip, Samskip og ýmsum dótturfélögum, gæti tekið vikur og jafnvel mánuði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE, segir að ekki sé hægt að áætla á þessu stigi hversu langan tíma rannsóknin muni taka. Það ráðist af fjölmörgum þáttum í rekstri málsins. Samkeppniseftlitið gerði húsleit hjá Eimskip og Samskip, og einnig hjá dótturfyrirtækjum, í gær og tók afrit af gögnum sem gætu varpað ljósi á það hvort fyrirtækin hafi gerst brotleg við samkeppnislög. Páll Gunnar segir að SE hafði ákveðið að ráðst í aðgerðina eftir að hafa fengið sterkar vísbendingar um ólöglegt samráð. Páll Gunnar Pálsson „Nú tekur við að vinna úr gögnunum og það mun taka okkur nokkurn tíma,“ segir Páll Gunnar í samtali við Vísi. „Rannsókninni er ætlað að leiða í ljós hvort að vísbendingar um hugsanlegt ólöglegt samráð eigi við rök að styðjast. Það liggja til grundvallar vísbendingar sem leiddu til þess að við réðumst í þessa aðgerð.“ Páll Gunnar vildi ekki staðfesta hvenær rannsókn hefði hafist. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þá hefur SE undirbúið aðgerðirnar í um eitt ár hið minnsta sem ráðist var í hjá Eimskipi, Samskipum og dótturfélögum þeirra í gærmorgun. Starfsmenn SE hafa haft samband við fulltrúa samkeppnisaðila í geiranum til að afla gagna og upplýsinga um meint brot fyrirtækjanna og hófst sú eftirgrennslan sem áður segir fyrir um ári. Páll Gunnar vildi ekki tjá sig sérstaklega um samstarfsvilja fyrirtækjanna um að láta gögn af hendi en sagði að leyst hefði verið úr öllum málum hvað það varðaði.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira