Viðskipti innlent

Eimskip ætti að upplýsa markaðsaðila betur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Húsleit fór fram hjá Eimskip síðastliðinn þriðjudag.
Húsleit fór fram hjá Eimskip síðastliðinn þriðjudag. Mynd/GVA

Í morgunkorni Íslandsbanka í morgun er Eimskip hvatt til að upplýsa markaðsaðila betur hvers vegna Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit í starfstöðvum nokkurra félaga innan Eimskips samstæðunnar. Eins og hefur verið greint frá hér á Vísi fór fram húsleit hjá Eimskip, Samskip og dótturfélögum á þriðjudag vegna gruns um ólölegt samráð fyrirtækjanna. Meint brot varð 10. og 11. grein samkeppnislaga og varða markaðssmisnotkun.



Samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að það sé ekki innlendum hlutabréfamarkaði til framdráttar né að það styðji uppbyggingu hans að félag, sem sé í rannsókn samkeppnisyfirvalda, skuli ekki tjá sig varðandi tilefni rannsóknar af þessu tagi.



„Þögnin hefur leitt af sér vangaveltur ýmissa aðila hverjar hugsanlegar sektir beggja félaga gæti orðið og áhrif á markaðsverðmæti Eimskips. Við birtingu frétta af þessum atburð lækkað gengi Eimskip um 4,8% er mest lét. Nú er gengi félagsins hinsvegar um 3% lægra en þegar fréttin birtist,“ segir í morgunkorni Íslandsbanka.



Eimskips sendi frá sér fréttatilkynningu á þriðjudag til Kauphallarinnar þar sem fyrirtækið staðfesti að húsleitin hefði verið framkvæmd sem og á grundvelli hvaða lagagreina húsleitin fór fram. Telst Eimskip hafa með þessu fullnægt upplýsingaskyldu sinni skv. 122 gr. laga um verðbréfaviðskipti, þar sem atviksbundin upplýsingaskylda aðila á verðbréfamarkaði liggur.



Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, greindi frá því í gær í samtali við Vísi að það gæti tekið vikur og jafnvel mánuði að rannsaka málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×