Eimskip ætti að upplýsa markaðsaðila betur Jón Júlíus Karlsson skrifar 12. september 2013 11:56 Húsleit fór fram hjá Eimskip síðastliðinn þriðjudag. Mynd/GVA Í morgunkorni Íslandsbanka í morgun er Eimskip hvatt til að upplýsa markaðsaðila betur hvers vegna Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit í starfstöðvum nokkurra félaga innan Eimskips samstæðunnar. Eins og hefur verið greint frá hér á Vísi fór fram húsleit hjá Eimskip, Samskip og dótturfélögum á þriðjudag vegna gruns um ólölegt samráð fyrirtækjanna. Meint brot varð 10. og 11. grein samkeppnislaga og varða markaðssmisnotkun. Samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að það sé ekki innlendum hlutabréfamarkaði til framdráttar né að það styðji uppbyggingu hans að félag, sem sé í rannsókn samkeppnisyfirvalda, skuli ekki tjá sig varðandi tilefni rannsóknar af þessu tagi. „Þögnin hefur leitt af sér vangaveltur ýmissa aðila hverjar hugsanlegar sektir beggja félaga gæti orðið og áhrif á markaðsverðmæti Eimskips. Við birtingu frétta af þessum atburð lækkað gengi Eimskip um 4,8% er mest lét. Nú er gengi félagsins hinsvegar um 3% lægra en þegar fréttin birtist,“ segir í morgunkorni Íslandsbanka. Eimskips sendi frá sér fréttatilkynningu á þriðjudag til Kauphallarinnar þar sem fyrirtækið staðfesti að húsleitin hefði verið framkvæmd sem og á grundvelli hvaða lagagreina húsleitin fór fram. Telst Eimskip hafa með þessu fullnægt upplýsingaskyldu sinni skv. 122 gr. laga um verðbréfaviðskipti, þar sem atviksbundin upplýsingaskylda aðila á verðbréfamarkaði liggur. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, greindi frá því í gær í samtali við Vísi að það gæti tekið vikur og jafnvel mánuði að rannsaka málið. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Skipaflutningar Samkeppnismál Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Í morgunkorni Íslandsbanka í morgun er Eimskip hvatt til að upplýsa markaðsaðila betur hvers vegna Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit í starfstöðvum nokkurra félaga innan Eimskips samstæðunnar. Eins og hefur verið greint frá hér á Vísi fór fram húsleit hjá Eimskip, Samskip og dótturfélögum á þriðjudag vegna gruns um ólölegt samráð fyrirtækjanna. Meint brot varð 10. og 11. grein samkeppnislaga og varða markaðssmisnotkun. Samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að það sé ekki innlendum hlutabréfamarkaði til framdráttar né að það styðji uppbyggingu hans að félag, sem sé í rannsókn samkeppnisyfirvalda, skuli ekki tjá sig varðandi tilefni rannsóknar af þessu tagi. „Þögnin hefur leitt af sér vangaveltur ýmissa aðila hverjar hugsanlegar sektir beggja félaga gæti orðið og áhrif á markaðsverðmæti Eimskips. Við birtingu frétta af þessum atburð lækkað gengi Eimskip um 4,8% er mest lét. Nú er gengi félagsins hinsvegar um 3% lægra en þegar fréttin birtist,“ segir í morgunkorni Íslandsbanka. Eimskips sendi frá sér fréttatilkynningu á þriðjudag til Kauphallarinnar þar sem fyrirtækið staðfesti að húsleitin hefði verið framkvæmd sem og á grundvelli hvaða lagagreina húsleitin fór fram. Telst Eimskip hafa með þessu fullnægt upplýsingaskyldu sinni skv. 122 gr. laga um verðbréfaviðskipti, þar sem atviksbundin upplýsingaskylda aðila á verðbréfamarkaði liggur. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, greindi frá því í gær í samtali við Vísi að það gæti tekið vikur og jafnvel mánuði að rannsaka málið.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Skipaflutningar Samkeppnismál Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira