Rannsókn á skipafélögunum gæti tekið mánuði Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. september 2013 14:09 Rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SE) á mögulegu ólöglegu samráði og hugsanlega misnotkun á markaðsráðandi stöðu hjá Eimskip, Samskip og ýmsum dótturfélögum, gæti tekið vikur og jafnvel mánuði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE, segir að ekki sé hægt að áætla á þessu stigi hversu langan tíma rannsóknin muni taka. Það ráðist af fjölmörgum þáttum í rekstri málsins. Samkeppniseftlitið gerði húsleit hjá Eimskip og Samskip, og einnig hjá dótturfyrirtækjum, í gær og tók afrit af gögnum sem gætu varpað ljósi á það hvort fyrirtækin hafi gerst brotleg við samkeppnislög. Páll Gunnar segir að SE hafði ákveðið að ráðst í aðgerðina eftir að hafa fengið sterkar vísbendingar um ólöglegt samráð. Páll Gunnar Pálsson „Nú tekur við að vinna úr gögnunum og það mun taka okkur nokkurn tíma,“ segir Páll Gunnar í samtali við Vísi. „Rannsókninni er ætlað að leiða í ljós hvort að vísbendingar um hugsanlegt ólöglegt samráð eigi við rök að styðjast. Það liggja til grundvallar vísbendingar sem leiddu til þess að við réðumst í þessa aðgerð.“ Páll Gunnar vildi ekki staðfesta hvenær rannsókn hefði hafist. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þá hefur SE undirbúið aðgerðirnar í um eitt ár hið minnsta sem ráðist var í hjá Eimskipi, Samskipum og dótturfélögum þeirra í gærmorgun. Starfsmenn SE hafa haft samband við fulltrúa samkeppnisaðila í geiranum til að afla gagna og upplýsinga um meint brot fyrirtækjanna og hófst sú eftirgrennslan sem áður segir fyrir um ári. Páll Gunnar vildi ekki tjá sig sérstaklega um samstarfsvilja fyrirtækjanna um að láta gögn af hendi en sagði að leyst hefði verið úr öllum málum hvað það varðaði. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SE) á mögulegu ólöglegu samráði og hugsanlega misnotkun á markaðsráðandi stöðu hjá Eimskip, Samskip og ýmsum dótturfélögum, gæti tekið vikur og jafnvel mánuði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE, segir að ekki sé hægt að áætla á þessu stigi hversu langan tíma rannsóknin muni taka. Það ráðist af fjölmörgum þáttum í rekstri málsins. Samkeppniseftlitið gerði húsleit hjá Eimskip og Samskip, og einnig hjá dótturfyrirtækjum, í gær og tók afrit af gögnum sem gætu varpað ljósi á það hvort fyrirtækin hafi gerst brotleg við samkeppnislög. Páll Gunnar segir að SE hafði ákveðið að ráðst í aðgerðina eftir að hafa fengið sterkar vísbendingar um ólöglegt samráð. Páll Gunnar Pálsson „Nú tekur við að vinna úr gögnunum og það mun taka okkur nokkurn tíma,“ segir Páll Gunnar í samtali við Vísi. „Rannsókninni er ætlað að leiða í ljós hvort að vísbendingar um hugsanlegt ólöglegt samráð eigi við rök að styðjast. Það liggja til grundvallar vísbendingar sem leiddu til þess að við réðumst í þessa aðgerð.“ Páll Gunnar vildi ekki staðfesta hvenær rannsókn hefði hafist. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þá hefur SE undirbúið aðgerðirnar í um eitt ár hið minnsta sem ráðist var í hjá Eimskipi, Samskipum og dótturfélögum þeirra í gærmorgun. Starfsmenn SE hafa haft samband við fulltrúa samkeppnisaðila í geiranum til að afla gagna og upplýsinga um meint brot fyrirtækjanna og hófst sú eftirgrennslan sem áður segir fyrir um ári. Páll Gunnar vildi ekki tjá sig sérstaklega um samstarfsvilja fyrirtækjanna um að láta gögn af hendi en sagði að leyst hefði verið úr öllum málum hvað það varðaði.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira