Handbolti

Rut og félagar einum leik frá Meistaradeildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rut Arnfjörð er fulltrúi Íslands hjá Team Tvis-Holstebro.
Rut Arnfjörð er fulltrúi Íslands hjá Team Tvis-Holstebro. Mynd/Heimasíða TTH
Rut Jónsdóttir og félagar í Team Tvis-Holstebro unnu öruggan 38-30 sigur á hollensku meisturunum Sercodak Dalfsen í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.

Með sigrinum tryggði danska liðið sér sæti í úrslitaleik um laust sæti í riðlakeppninni á morgun. Upplýsingar um markaskorara í leiknum liggja ekki fyrir.

Í úrslitaleiknum mæta Rut og félagar rúmenska liðinu HCM Baia Mare sem vann dramatískan 26-25 sigur á Viborg HK. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfaði lið Viborg á síðasta keppnistímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×