Handbolti

Tíu mörk Karenar og fjögur mörk Kára ekki nóg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tíu mörk Karenar dugðu ekki til í dag.
Tíu mörk Karenar dugðu ekki til í dag. Mynd/Pjetur
Karen Knútsdóttir skoraði tíu mörk fyrir SönderjyskE í níu marka tapi gegn Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Stella Sigurðardóttir skoraði fjögur mörk og Ramune Pearskyte tvö. Lokatölurnar urðu 32-23 eftir að jafnt var í hálfleik 13-13.

Þetta var annað tap SönderjyskE í deildinni í tveimur leikjum. Ágúst Jóhannsson þjálfar liðið.

Eyjapeyinn Kári Kristján Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir sitt nýja lið Bjerringbro-Silkerborg í 27-25 tapi gegn Åb frá Álaborg í dag.

Leikurinn var jafn og spennandi framan af en heimamenn sigu fram úr í síðari hálfleiknum. Þetta var annað tap Bjerringbro í fyrstu þremur leikjum tímabilsins í dönsku úrvalsdeildinni.

Kári Kristján Kristjánsson.Nordicphotos/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×