Innlent

Meira en 500 saknað

Elimar Hauksson skrifar
Flóð í Colorado valda miklu tjóni en meiri rigningu er spáð á flóðasvæðinu
Flóð í Colorado valda miklu tjóni en meiri rigningu er spáð á flóðasvæðinu mynd/AP
Meira en 500 manns er saknað eftir flóð sem gengið hafa yfir Colorado fylkis í Bandaríkjunum.

Staðfest hefur verið að fjórir séu látnir en yfirvöld á svæðinu hafa sagt að búast megi við að sú tala muni hækka á næstunni.

Mikil rigning hefur verið í klettafjöllum í Colorado en meiri rigningu er spáð á morgun með tilheyrandi hættu á flóðum og aurskriðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×