Innlent

Varað við stormi fram á morgundag

Elimar Hauksson skrifar
Björngunarsveitin Stefán í Mývatnssveit var kölluð út þegar sex bifreiðar festust í Námaskarði. Þá fuku þakplötur af húsi í Vestmannaeyjum
Björngunarsveitin Stefán í Mývatnssveit var kölluð út þegar sex bifreiðar festust í Námaskarði. Þá fuku þakplötur af húsi í Vestmannaeyjum mynd/vilhelm
Veðurstofan varar við stormi á landinu í dag og fram á morgundag. Á vef Veðurstofu segir að veðrinu muni fylgja mjög snarpar vindhviður (yfir 40 m/s) víða um land, einkum suðaustanlands og á sunnanverðum Austfjörðum. Einnig er búist við talsverðri eða mikilli úrkomu austast á landinu

Nokkrar björgunarsveitir hafa verið kallaðar út það sem af er dags en í hádeginu var Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit kölluð út til aðstoðar í Námaskarði. Þar höfðu bílstjórar sex bifreiða sem fest sig. Á Sprengisandi sátu síðan tveir ferðamenn fastir í bíl sínum vegna óveðurs og á Egilstöðum voru í morgun sóttir bílar í Vatnsskarð eystra og á Fjarðarheiði.

Í Vestmannaeyjum var er svo sveitin að störfum eftir að tilkynnt var að þakplötur væru að fjúka af íbúðarhúsi í bænum.

Í tilkynningu sem Slysavarnafélagið Landsbjörg sendi frá sér er ítrekað fyrir fólki að ganga tryggilega frá lausamunum í sínu nánasta umhverfi og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu á meðan versta veðrið gengur yfir í kvöld og í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×