Handbolti

Fjórði sigur Bergischer í röð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Liðsmenn Bergischer voru kátir í kvöld.
Liðsmenn Bergischer voru kátir í kvöld. Mynd/Heimasíða Bergischer
Nýliðar Bergischer halda áfram að koma á óvart í efstu deild þýska handboltans. Þeir lögðu Wetzlar 25-24 á útivelli í dag.

Eftir tíu marka tap gegn Kiel í fyrstu umferðinni hafa Arnór Þór Gunnarsson, Björgvin Páll Gústavsson og félagar hjá Bergischer farið á kostum. Liðið hefur átta stig að loknum fimm umferðum í 3.-4. sæti deildarinnar.

Liðið lagði Evrópumeistara Hamburg í annarri umferðinni og þrjá leiki í kjölfarið. Arnór Þór var ekki á meðal markaskorara hjá gesetunum í dag en Björgvin stóð sig vel á milli stanganna hjá Bergischer.

Vignir Svavarsson var ekki á meðal markaskorara í 31-31 jafntefli Minden og Lemgo. Minden hefur tvö stig í þriðja neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×