Handbolti

Þrír sigrar í þremur leikjum hjá Hildigunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hildigunnur og félagar eru í góðum gír þessa dagana.
Hildigunnur og félagar eru í góðum gír þessa dagana. Mynd/H
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði eitt marka Tertnes sem hélt sigurgöngu sinni áfram í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Tertnes vann góðan 31-16 útisigur á Flint í kvöld en Flint hefur tapað báðum leikjum sínum í deildinni.

Nína Björk Arnfinnsdóttir og félagar í Levanger töpuðu 18-28 gegn Nordstrand á heimavelli. Þetta var annað tap Levanger í tveimur leikjum.

Nína Björk skoraði eitt mark í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×